Skírnir - 01.01.1921, Side 18
■Skírnir]
Matthias Jochumsson.
11
þá góðvild, að rita mér bréf um hanu. Nú ætla eg að
lesa ykkur katia úr því:
»A heimili var hann, eins og hann birtist úti á
meðal vina sinna og kunningja, ljúfur og elskulegur,
skrafhreyfinn og skemtilegur, þegar hann var þá ekki
sokkinn niður í lestur og ritstörf; en það var hann
æði oft. Oftast var hann í góðu skapi; en kæmi það
fyrir, að hann væri önugur eða áhyggjufullur, helzt
þá út af efnahagnum, — því að oft var þröngt í
búi, sérstaklega meðan allur barnahópurinn var heima
— þurfti sjaldan nema stundar viðtal við mömmu.
Hún sá ætíð einhver ráð til að kljúfa útgjöldin og
jafna. yfirstandandi vandræði, og pabbi vissi, að henni
mátti treysta, og gleymdi brátt öllum áhyggjum og
fór að hugsa um annað.
Yfirleitt átti hann ómetanlega stoð og styttu, þar
sem móðir mín var. Dugnaður hennar og starfsemi
var dæmafá, og átti hún því drjúgan þátt í vellíðan
okkar allra. Þetta fann pabbi, og var því æfinlega
hálf-eirðarlaus, ef hún hafði brugðið sér eitthvað að
heiman, og orðið lengur burtu en hún hafði búist
við. Og venjulega endaði það með því, að hann fór
að sækja hana, ef hann vissi, hvert hún hafði farið,
þó að öilu liði vel heima.
Okkur börnunum var hann hinn ástúlegasti faðir:
óþreytandi að leika við okkur og segja okkur sögur,
meðan við vorum lítil, og þolinmóður að hjálpa okk-
ur við lærdóminn og fræða okkur, þegar við stækk-
uðum. Aldrei gat hann bannað okkur, og værum
við að rellast við hann, vísaði hann okkur ætíð til
mömmu; hún skar úr allri þrætu. Pabbi og mamma
jöfnuðu þannig hvort annað upp, og ást okkar var
þar af leiðandi jöfn til beggja. Heimilislífið var, þrátt
fyrir lítil efni, hið ánægjulegasta, og ætíð var það
mesta tilhlökkunarefni fyrir okkur systkinin, eftir að
við vorum farin burt að heiman, að geta skroppið heim
í sumarleyfum okkar«.