Skírnir - 01.01.1921, Síða 19
12
Matthias Jochumsson.
[Skirnir
Mér flnst, að þessi bréfkafli hljóti að lyfta upp tjaldi
fyrir öllum frá heimilislífi síra M., og þá ekki sízt sýna
okkur konuna hans — hvernig það er í raun og veru
hún, sem veitir þessu mikla heimili með stóra barnahóp-
inn forstöðu, hvernig hún vakir yfir honum með sínum
glöggu ástaraugum, hvernig hún léttir af honum áhyggj-
unuin eins og barni — sem þessi mikli snillingur og ást-
mögur íslenzkrar þjóðar alt af var í aðra röndina. Það
er meira en lítil þakkarskuld, sem íslenzka þjóðin stendur
í við þá konu, og það er vonandi, að þeirri skuld gleymi
þjóðin aldrei
Eg ætla nú að endingu að lesa ykkur niðurlagið á-.
bréfi ungfrú Halldóru:
»Faðir minn var árrisull mjög, meðan hann héltr
fullri heilsu, sérstaklega þegar hann hafði nýtt kvæði
eða ritgjörð í huga, því að honum var áriðandi að
geta starfað í næði, meðan »andinn var yfir honum«. Oft
var hann þvi búinn að yrkja langt og fallegt kvæði, þeg-
ar við, hitt fólkið, komum á fætur, og var það þá æfin-
lega sjálfsagt, að hann læsi fyrir okkur það, sem hann
hafði gjört. Annars kunni hann bezt við sig í dag-
legu stofunni hjá okkur, innan um barnagarg og
skrölt, því að þegar hann var kominn vel af stað
með sitt starf, var hann svo niðursokkinn j það, að
hann sá hvorki né heyrði það, sem fram fór kring-
um hann.
Veðrið hafði ótrúlega mikil áhrif á skap hans og
alla líðan. Þegar óveður var í loftinu, misti hann
ætíð svefn og bjartveiki ásótti hann. Honura var
það lífsnauðsyn að ganga sér til hressingar á hverj-
um degi, og helzt að heimsækja einhvern kunningja
um leið. En þeir voru margir í Akureyrar-bæ. Gæti
hann þetta ekki óveðurs vegua, naut hann sin ekki
fyllilega allan daginn — fanst sér dagurinn glataður
og hann vera ófær til allrar vinnu
Akureyri var honum kærasti staðurinn á jörð
inni, er mér óhætt að segja. Þar þekti hann svo