Skírnir - 01.01.1921, Side 20
Skirnir]
Matthíab Jochnmsion.
13
að segja hvert mannsbarn, og hana kærleiki til bæjar-
búa var ósvikinn. En Akureyringar kunnu líka
að meta hann, og aðrir hans vinir og vandamenn
eru þeim eilíflega þakklátir fyrir það, hvernig þeir
hafa heiðrað hann, bæði lífs og liðinn.
Faðir minn átti því láni að fagna að vera
heilsugóður alt fram á síðustu ár; enda lifði hann
ávalt regluBömu lífl, að minsta kosti eftir það að hann
hann tók að eldast. Sjóndepran síðustu árin var hon-
um sárasta kvöl, þó að hann léti sjaldan óþolinmæði
sina í ljós. En lífslöngun hans þvarr með sjóninni,
og það var heitasta ósk hans að fá að deyja, áður
en hann hætti að geta grilt Ijósið og sólina, sem var
honum ímynd guðs.
Honum varð að þeirri ósk sinni. Hann leið út
af eins og ljós, umkringdur af ástvinum og með full-
vissuna um, að hinumegin biðu sín aðrir ástvinir með
útbreiddum örmum*.
Á þessum ummælum endar bréf dóttur hans. Eg er
ekki í neinum vafa um það, að honum hefir orðið að
þessari fullvissu sinni. Eg get ekki bugsað mér annað en
að í öllum heimum föður okkar muni góðir íslenzkir menn
fagna því að fá síra M. J. í hópinn.
HI.
Tvö brjef
frá sjera M'atthiasi til Jóna Signrðssonar, ritnð þjóðhátíðarárið.
[Sjera Matthias átti marga vini alla ævi og var fnrðulega ópenna-
latnr, svo að sjálfsagt er til eftir hann urmnll af hrjefum, bæði viðsvegar
hjer á landi og í útlöndnm. Er hin mesta nauðsyn, að bráður bugur
verði undinn að þvi, að safna sem fiestum þeirra saman á einn stað,
helst i handritasafn Landsbókasafnsins, svo að þau glatist ekki fyrir
handvömm. Því að sjera Matthías var aldrei hversdagsmaður, og ekki
heldur i brjefum sínum. Jeg hefi sjeð fáein þeirra, og eru þau lifandi
eftirmynd hans sjálfa, — bamslega hreinskilin og bersögul, andrik og
tilþrifamikil. Nokkuð bláþráðótt kunna þau að vera við og við, en
þegar minst varir er höfundurinn rokinn á harða sprett, svo að gneista-