Skírnir - 01.01.1921, Page 21
14
Matthías Jochnmsson.
[Skimir
flngið stendur af fyndni hans og andriki og spakmælum. — i>au tvö
brjef, sem hjer fara á eftir, sýna, að það er ekki ofmælt, sem Einar
H. Kvaran segir hjer að framan um fastheldni hans vib skoðanir sinar.
Vitanlega má margt segja um þá iandsmálastefnu, sem þar kemur fram,
en hann vjek aldrei eitt þverfet frá henni, og fjekk margt ófagurt orð i
eyra fyrir það. Það er og ekki siður eftirtektarvert, að hann hefir fulla
hreinBkilni til þess að segja Jóni Sigurðssyni sina skoðun, þar sem þá
greinir á, en þá einurð mun suma hafa brostið, sem meiri skörungar
þóttust en hann. — Á. P.]
1.
Reykjavík, 24. júlí 1874.
Háttvirti herra og vin!
Minar virðingarfylstu þakkir fyrir yðar alúðarfult og
kærkomið brjef. Það var slæmt að yður mislíkaði, að
jeg setti kvæði min í Þjóðólf; jeg hugsaði að þið gætuð
tekið þau samt, þar jeg áleit þau nokkurn veginn þess
verð að prentast í tvennu lagi, — slíkt mun ekki fátítt,
ef kvæði þykja góð. Jeg hjelt líka eins og raun varð á,
að Andvari mundi verða of seinn að koma þeim fyrir al-
mennings augu á undan þjóðhátíðinni, en í hennar nafni
voru þau gjörö. Eitt er mjer nær að halda og það er,
að kvæðin hefðu heldur bætt en skemt fyrir riti ykkar,
en veri það nú eins og vill; þetta eru smámunir. — Jeg
get ekki verið yður samdóma í því, að vel eða, rjett hafi
farið, að Andvari kom ekki út fyrri. Allir vonuðu
eftir ritinu fyrir hátíðina, og allir yðar sinnar þurftu
yðar ráða við. Jeg fyrir mitt leyti: mig sárlangaði að
heyra yðar tillögur, sem oftast og ítarlegast, en hef ekki
heyrt annað frá yður um st(jórnar)skrána en það, sem
þjer rituðuð út af grein G. Br., — en hreinskilnislega sagt,
þykir mjer það ekki nóg, þar við erum af vana svo
heimtufrekir við yður og vonumst ætíð eftir miklu —
einhverju betra en frá öðrum. Þetta kemur nú eflaust í
yðar upphafsgrein í Andvara.
Jeg hefi heyrt þegar fleygt, að Björn Jónsson og ein-
hverjir með honum ætli sjer að bæta upp minn politisk-
volaða Þjóðólf með því að styðja hann (eða steypa hon-