Skírnir - 01.01.1921, Side 23
16
M&tthías Jochumsson.
[Skírnir
Hjer gjörðust vorar hetjusögur,
Hjer viknar sjerhver íslands mögur:
Altari þetta gjörði Gruðl«
Kveðja til kongs við landgang hans tilvonandi hjer í
Vík — verður þar á móti ljeleg, jeg hafði ekki andann án
mælis, en Steingrímur er fyrir norðan, svo hann kemst undan.
Samlyndi manna hjer innanlands er betra en í fyrra,
en samheldnin söm: hátíðin haldin í pörtum. Af Isafirði
fæ jeg ekki fá brjef (eða þaðan úr fjörðum). Þar var
sýslufundur haldinn, en fáir mættu, og ekkert varð að
verki; enginn sendur á Þingvöll, en nokkrir koma líklega
samt. Þar vestra vantar ekki hráan kraft, en mentun
vantar alveg: enginn skóli; engir sjóðir; engin fjelög;
engin söfn; fáir klerkar; mikill þorskur, lýsi, heimska og
sjerviska og — drengskapur, örlyndi, manndáð og gáfur.
Guð hjálpi Eyrinni, með öllum hennar krafti, en með engan
mentandi, stjórnandi anda! Þar er sauðarhöfuð jtQgaPutTio,
sem altaf er að skoða sig í spegli fyrir altarinu, en sjer þó
til eilífðar hinn sama afgamla Adam síns egin jegs. Jeg
veit engan mann hafa sama kæk.
Á Í8afirði þarf að setjast fyrst hjer á landi real-skóli
og prentsmiðja (auk barna- og unglingaskóla og sjómanna-
skóla) og skal jeg glamra um það og fieira, eftir hátíðina,
ef Drottinn sparar mitt líf. Gufuskipsferðamálið fær víða
fjörugar undirtektir, en mikið þarf hjer til. Það er conditio
sine qua non. Upp með vegi og samgöngur, — þangað
til alt forgefins.
Með virðingu og innilegri ástsemd
yðar heiðrandi vinur og ættbróðir,
Matthías Jochumsson.
2.
Reykjavík, 28. október 1874.
Háttvirti, elskulegi vin!
Fyrirgefið gleymsku mína, jeg sendi yður ekki línu
síðast; jeg er líka þetta nálægt þvi hringlandi í hvert
skifti, sem póstar fara. Okkur var fremur farið að leið-