Skírnir - 01.01.1921, Side 26
18
Matthías Jochumsson.
[Skirnir
en gjöra ekkert, geta ekkeft, vilja ekkert — nema að
heita og heitast og efna hvorugt. Jeg er dauðþrevttur á
gorgeirnum í Norðlendingum, — sem fyrst vilja vera
»ríki «og fara svo til Ameriku — á húsganginn. Á Norð-
urlandi getur ekki heitið að til sje ein einasta opinber
stofnun, nema þessi prentsmiðju-malikvörn hans Björns
karls. Jeg hef skrifað þeim helstu þar nyðra fult svo
skorinort sem þetta, og hvatt þá til að gjöra heldur eitt-
hvað sjer til gagns, en að vera að æsa og ærslast — og
fara af landi burt. Þetta er skandale. Jeg hef sagt þeim
að heimta real-skóla á Akureyri og biskup á Hólum etc
þar er dálítið að g j ö r a. Tryggvi sýnist mjer vera þar
sá eini þjóðlegi maður, sem bæði er óbrjálaður og besti
drengur. Jú, góðir drengir erum við allir.
Nei, nei, nei, nú eigum við, — nú h 1 j ó t u m við
allir að starfa í einingu, — annars gengur hjer ekkert —
það skuluð þjer sjá. Sem ritstjóramynd skal jeg reyna
að draga menn saman, en i sjerstakan flokk fer jeg þá
fyrst, þegar jeg sje að til skarar skal skríða. En þótt
mjer líkaði mjög illa við hvorntveggja flokkana á Þing-
vallafundi og þingi í fyrra, við þann minni sökum hans
gamla slóða- og peisuskapar, sem jeg hatast við, og við
þann meiri sakir óskynsemi og bernskulegs gauragangs,
sem eins og jeg sagði fyrir, kafnaði í sjálfu þinginu, —
þá hef jeg ekki enn tekið í blað mitt nokkra grein, sem
annanhvorn flokkinn mátti meiða, — ekki fyrir ragmensku
sakir, heldur af því að jeg var ekki maður til að svo
stöddu að greiða, situationina; tíminn til næsta þings
gjörir það best — og Andvari, sem við förum nú að lesa.
Þjóðvinafjelagið þarf enn að steypa upp og á allar lundir
að hvetja. Það sýnist enn að vanta eindregið pósitívt
takmark og lífsefni — eða svo segja þeir.
Fyrirgefið nú þetta einarða, en hreinskilna rugl.
Yðar með elsku og eindreginni
virðingu skb. vini
Matth. Jochumssyni..