Skírnir - 01.01.1921, Page 27
Skirnir]
Matthias Jochnmsson
19
Útilegumennirnir, fyrsta rit sjera Matthiasar, voru prent-
aðir 1864. Eann var þá á prestaskólanum og vitanlega eigi þess um-
kominn, að kosta útgáfuna sjálfur. Mörgum mun þykja fróðlegt og
skemtilegt að vita, að það var Jón sýslumaður Thoroddsen, sem hljóp
undir bagga með honum, svo að hann gat komið bókinni á prent. í>ess
vegna er hjer birt skjal það, er á eftir fer:
Móti veði því, sem sýalumaður herra J. Thoroddsen á
Leirá hefur fyrir mína hönd í dag sett prentamiðju Islands,
eða foratöðumanni hennar, herra Einari Þórðarsyni, fyrir
prentunarkostnaði leikiritsins »Útilegumennirnir«,
skuldbind eg mig hér með til og lofa velnefndum herra
J. Thoroddsen að veðsetja honum til næstu fardaga 1865,
200 (tvö hundruð) exemplör í nefndu leikriti »Útilegu-
mennirnir*, prentuðu og mnfestu í kápu, og skulu geymd
á þeim stað, sem ’hann sjálfur vill og tilsegir, og sem
skulu verða hans lögmæt eign, ef eg innan áðurnefnds
tíma skyldi falla frá, eða verða gjaldþrota við prent-
smiðjuna, svo hins áðurnefnda veðs yrði krafizt.
Til staðfestu mitt nafn.
Reykjavík, 3. Maímán. 1864.
Matthías Jochumsson.
Viðstaddir vottar:
E(inar) Þórðarson.
T(orfi) Þorgrímsson.