Skírnir - 01.01.1921, Side 28
Liserði skólinn.
Haustið 1904 varð það til nýlundu á landi hér, að
skipulagi Latínuskólans var gerbreytt. Meginstoðunum
var svift undan hinum gamla skóla, er grískunni var
með öilu bolað á burt og af latínunni dregið til óbóta.
Var lærði skólinn þar með hruninn, þó að húsið standi
enn, og steypt af stóli þeim fræðigreinum, er tilkomu-
mestar voru og mótað höfðu mennina, sem öldum saman
voru forvígismenn þjóðarinnar. Það hefði eiginlega ekki
átt að vera neitt gáleysisverk, að rífa niður þann grund-
völl, sem um langan aldur hafði verið bygt á og af flest-
um talinn það bjarg, sem reist yrði á nokkurn veginn
8taðgóð uppfræðsla ungra manna, er síðar meir ættu sjálflr
að bera blys fyrir þjóð sinni og verða andlegir leiðtogar
hennar. Hér var um grundvöll að ræða, sem öllum var
vel kunnur — og menn þektu sannarlega ekki annan
betra. Þó var gengið með harðfylgi að þessari nýbreytni,
sem að ofan getur, og neðri hluti skólans gerður að svo
kallaðri »gagnfræðadeild«. Átti nú svo sem að fullnægja
»kröfum« hinnar nýju aldar og gera skólafræðsluna al-
þýðlegri og nytsamari en áður var, enda óspart otað i
fólkið, að forntungurnar væru steingervingar, lamandi, en
ekki lífgandi öfl, er rýma skyldu nú fyrir öðru þarfara
— einhverju sjálfsagt, sem látið yrði i askana. Og þetta
»þarfasta þing«, sem átti að veita nemöndunum allan
andlegan þroska, og sérstaklega móta málfræðina í hug-
um þeirra, var e n s k a n fyrst og fremst. Hana skyldi
nú taka upp til kenslu í ö 11 u m bekkjum skólans,
munnlega og skriflega, með rigbundnum þululærdómi