Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 31
Skirnir]
Lærði skólinn.
23
arnir hafa eðlilega sannfærst æ betur um sinn málstað,
eftir því sem lengra er komið þessu tilraunafálmi, — því
að annað er það vitanlega ekki. Má þar að vísu segja,
að flestöll nýbreytni sé að eins fálm, og geti þó blessast
og orðið til bóta, en reynslan virðist ekki hafa staðfest
það í þessu máli, að neinar endurbætur hafl af því flotið,
sízt nægar til þess, að svo búið megi standa öllu lengur.
I öðru lagi er það ávöxtur nýbreytni þessarar, að aðsókn
er orðin nær gegndarlaus að skólanum, ekki að eins
»gagnfræðadei!dinni«, heldur einnig lærdómsdeild. Það
þvkir sem sé ekki hlýða að hætta þar á miðri leið, sem
deildirnar mætast, að afloknu gagnfræðaprófi, með því að
þær eru báðar undir sama þaki og af almenningi taldar
einn og sami skóli. Af þessum misskilningi stafar eflaust
að miklu leyti sá hinn mikli ofvöxtur, sem kominn er í
•stúdentahópinn Hitt er skiijanlegt, að aðstreymi sé mik-
ið í neðri deildina, þar sem hún má teljast beint fram-
hald barnaskólanna; fólk vill auðvitað hagnýta sér þá
nnglingamentun, sem á þennan hátt fæst svo notalega
■ofan á barnafræðsluna — og fólk hefir hér í bæ yfirleitt
ekki annað þarfara við börn sin að gera á því reki. —
Eeyndar eru nú komnir hér ýmsir sérskólar handa ung-
lingum, svo sem verzlunarskóli og aðrir slíkir, en þeir
fullnægja ekki þörfinni á >almennri« mentun, sem svo er
nefnd. Er nú svo komið, að skólinn fer að standa uppi
ráðalaus, sakir rúmleysis. Nú eru 9 deildir (bekkir) i skól-
anum, þ e. 6 bekkir og helmingnum tvískift, en 10 gætu
þær rúmast þar flestar; auk þess eru um 30 nemendur í
sumum deildunum, og má slikt heita frágangssök, bæði
vegna heilsu og árangurs af kenslunni. Á næsta ári gætu
«kki orðið færri en 12 deildir, eftir ástandinu nú, og er
þá orðið tveimur of margt. En á svo sem 5—10 næstu
árunum hlyti nemandafjöldinn eftir fenginni reynslu og
eðlilegu útliti að vera orðinn svo mikill, að skólinn yrði
að vísa frá alt að þriðjungi þeirra, er fullnægðu inntölcu-
akilyrðunum, og er ástandið þá orðið verulega ískyggilegt.
Eru nú í skólanum um 160 nemendur. Bein og óbjá-