Skírnir - 01.01.1921, Síða 32
24
Lærði skólinn.
[Skírnir
kvæmileg afleiðing af framhaldi þessa skipulags, sem nú
er, er þá sú, að nýtt skólahús verður að reisa nú þegar
til viðbótar því, sem er, eða visa rektor burt úr skólan-
um og taka íbúð hans til bráðabirgða fyrir kenslustofur.
Og muudi það þó ná skamt, þegar fram í sækti, því að
auk þessa, sem nú hefir verið getið, þarfnast eðlisfræðis-
kenslan i hinni nýstofnuðu stærðfræðisdeild skólans mikils
húsrúms til viðbótar þeim stofum, er hún hefir nú. Mætti
þá alveg eins reisa hér í bæ nýtt skólahús, gagnfræða-
skóla — eða hvað menn nú vilja nefna það, að öllu leyti
laust við lærða skólann, þvi að annaðhvort er að gera:
stækka skólann um helming, ef í sama horfi á að halda
honum, eða koma upp alveg sérstöku húsi handa »gagn-
fræðingum®, ef aðskilnaður yrði aftur. Væri það líkleg-
asta leiðin, og um byggingarkostnaðinn yrðu víst nokkur
áhöld, hvor stefnan sem tekin yrði.
Um mentunargildi forntungnanna (latinu og grisku)
hefir annars nokkuð verið deilt. Sumir hafa haldið því
fram, að þær væru flestum öðrum tungum betur fallnar
til þess að temja gáfur ungra manna, en aðrir hafa ve-
fengt það og talið þar fram enn aðrar fræðigreinar. Um
þetta má lengi þrátta og það verður jafnan nokkurt álita-
mál. Þar otar hver sinu fram. Aðalatriðið er auðvitað,
að menn leggi stund á þær einar námsgreinar, sem hverj-
um falla. bezt, að svo miklu leyti sem því verður við
komið. Allar hafa þær eitthvað til síns ágætis, og vei'ð-
ur það þá helzt kenslan annars vegar og upplag og
áhugi hins vegar, sem skapar árangurinn. Einn maður
mentast t. d. af latínu og ekki stærðfræði, annar af stærð-
fræði og ekki latínu, þótt hvor um sig leggi stund á báð-
ar þessar fræðígreinar. En fæstir svo úr garði gerðir, að
þeir geti kingt öllu, sem í þá er látið — og þvi síður
melt það. Það er mín skoðun og föst sannfæring, bygð
á mínu eigin námi og litlu kennarareynslu, að almennar
og hverjum mentuðum manni bráðnauðsynlegar málfræðis-