Skírnir - 01.01.1921, Page 33
Skírnir]
Lærði skólinn.
25
hugmyndir sé ekki unt að læra af neinu öðru tungumáli
betur en einmitt latínu og ísleuzku, eða með öðrum orð-
um: með því að kenna latínu á íslenzku. Eg
þekki að minsta kosti ekkert betra áhald til þess. En af
íslenzkukenslunni einni höfum við sjálfir ekki það gagn,
sem skyldi; móðurmálið er okkur of nákomið og okkur
hættir ósjálfrátt við að skjóta þar við skolleyrunum, sem
hlusta ætti, eða þykjast upp úr þeirri bóndabeygju vaxn-
ir. Að hinu tel eg óþarft að leiða frekari rök, en þegar
hefir verið gert af mörgum mætum mönnum, hversu nauð-
synleg þekking og kunnátta í forntungunum sé flestum
þeim, er meutaveginn ganga; einkanlega þó latínu. Um
það hefir svo mörgum borið saman, innan lands og utan,
enda næsta undarlegt, að efast urn jafn augljósan hlut.
Verður varla um neina vísindamensku að ræða, ef ekki
er bærileg latínukunnátta; má þar meðal annars nefna
sagnavísindi, að sjálfum tungumálavísindunum auðvitað
ógleymdum. Sé það hins vegar rétt, sem einhver kvað
hafa haldið fram, að sú eiginlega m e n t u n sé það, sera
eftir verði, þégar fyrnast tekur yfir lærdómsforðann —
þá hafa latína og gríska áreiðanlega ekki verið kendar
til ónýtis, þó að eitthvað gleymist og fyrnist eftir á. Og
léttvæg 8önnun er það og harla fánýt, að vankunnátta
manna alinent i þessurn fræðigreinum, á meðan þær voru
í heiðri hafðar, hljóti að færa mönnum heim sanninn um
það, hversu gagnslitið það sé, að verja jafnmiklum tíma
til þeirra og gert var áður. Fyrst og fremst er það al-
veg rangt að gera lítið úr kunnáttu eldri stúdenta í forn-
tungunum, þó að nokkuð hafi hún verið farin að sljóvgast
upp á síðkastið; og áður fyr voru margir ágætlega lærð-
ir i þeim greinum, — svo lærðir meira að segja, að þeim
varð ekki meira fyrir að yrkja á latínu en íslenzku, og
eru sum kvæðin gersemar að efni og formi. I annan
stað mætti spyrja: Er það fræðigreinunum sjálfum að
kenna, þótt farið sé í kring um uámið eins og »köttur
kringum heitt soð« — að jafnvel sá skásti í bekknum
stærir sig af því að hafa lært þýðingar eins og þulu og