Skírnir - 01.01.1921, Síða 34
26
Lærði skólimi.
[[Skirnir
»gengið upp á versio«, seni kallað var? Nei, vissulega
ekki! Það er nemandanum sjálfum að kenna, eða kenn-
aranum, eða líklega helzt hvorumtveggja. Þessu taki
mætti taka allar fræðigreinar — og er vist ósleitilega gert
nú í hinum »nýja sið«. Svo má sem sé níða sem prýða,
og vopnið getur í sjálfu sér verið biturt og gott, þó að
það sje látið ryðga og sljóvgast fyrir handvömm þeirra,
sem með eiga að fara.
En það voru aðrar aðfinslur og veigameiri á gamla
•skólanum, þær sem sé, að hann greindist ekki í tvent,
er ofar dró (í 4. eða 5. bekk). Það liggur í augum uppi,
að hverjum á að fá það verk, er honum lætur bezt að
vinna, jafnskjótt sem nægur undirbúningur og reynsla
hafa leitt það í ljós. Kraftarnir eru misjafnir og marg-
víslegir, svo að viðfangsefnið getur ekki að eilífu verið
eitt og liið sama. 0g eins og áður var drepið á, getur
einn þroskast af því, sem annar þjakast af. Þess vegna
mælti öll sanngirni ineð þvi, að greina skólann i tvent,
þegar upp í 4. eða 5. bekk var komið: í málfræðis-
d e i 1 d o. fl. annars vegar, en stærðfræðisdeild
(og náttúrufr) hins vegar. Var þá nokkurn veginn sýnt
um fiesta nemendur, hvað bezt var við þeirra hæfi; þeir
sjálfir búnir að átta sig nokkuð á því, hvora stefnuna
skyldi taka — eða myndu fljótt hafa komist upp á það.
Og kennarar þá líka búnir að kanna kosti og bresti nem-
andanna til lærdómsins. Það var auðvuað til ills eins,
að pína a 11 a undir oki iatínunnar og grískunnar, þegar
svo langt var komið og fullséð, að sumum var þess með
öllu varnað að læra nokkuð sér til nytja í þeim greinum,
en gátu, ef til vill, reynst nýtir á öðrurn sviðum. Og al-
veg sama máli var að gegna um stærðfræðina. Það vildi
að minsta kosti oft skifta í tvö horn um kunnáttu manna
í latínu og grísku aunars vegar, og svo stærðfræði hins
vegar. Væri mönnum alls varnað í þeim greinum, voru
þeir auðvitað óalandi og óferjandi; en það var heldur
fátitt.
Hefir nú verið sýnt nokkuð fram á mismuninn á gamla