Skírnir - 01.01.1921, Side 35
Skirnir]
Lærði skólinn.
'27
skólanum og þeim »nýja«, og bent á ýmislegt, er þeim
megi leggja til lofs eða lýta. En ályktun mín er sú, að
hjer í landi verði að vera einn heilsteyptur la-
t í n u s k ó 1 i eða lærður skóli með latínukenslu og grísku,
enda gæti naumast verið um lærðan skóla að ræða, þar
sem engin gríska væri. Þeim skóla mætti enginn »gagn-
fi'æðadilkur* fylgja og hann yrði að vera sjálfum sjer
samkvæmur frá upphafi til enda. Hann ætti að vera í
því horfi, að þangað sæktust ú r v a 1 s nemendur einir,
en ekki hver sá, sem einhvern veginn þarf að eyða tím-
anum og öðlast eitthvert upplýsingarbrafl, sem víðar mættí
fá. Er ekki með þessu verið að amast við almennri upp-
fræðslu landsmanna, en þ e n n a n skóla má engan veg-
inn gera að »almenningi«; hann verður að ganga vitandi
vits að sínu verki, sem aðallega ætti að vera í því fólg-
ið, að búa nemendur sina undir háskólanám og á þann
veg gera þá hæfa til að taka að sér það embætti eða þá
stöðu, er þeir sjálflr kjósa sér í lífinu og þjóðfjelagið kynni
að bjóða þeim. Hitt er hégómahjal, sem margur ber á
vörunum, að æskilegt væri, að sem fiestir yrðu stúdentar.
Að ætla sér að »fara og gera a 11 a« að stúdentum, væri
nokkurn veginn sama og e n g i n n yrði það. Meiri hluti
þeirra mörgu, ef um slíkt gæti verið að ræða í alvöru,
yrði alls óhæfur til þeirra verka, er fyrir honum hlytu
að liggja, og ærlegri vinnu yrði ekki sint fyrir menta-
mori. Hei — einn lærðan skóla verður landið
að eiga; og það ætti líka að duga, ef hlutverk hans er
rjett skoðað. Það er að vísu skiljanlegt metnaðarmál
Horðlendinga, að vilja koma upp lærðum skóla á Akur-
eyri, en það er heldur ekki annað. Nú sem stendur er
það með öllu ótímabært mál; þörfin alls engin, því að
fyrst og fremst hlýtur að vera langt þangað til að þörf
verður á fleiri stúdentum hér á landi en einn skóli, sem
•er í rjettu horfi, getur útskrifað árlega; og svo myndi
Austfirðingum og Vestfirðingum ekki hægara að sækja-
slíkan skóla á Akureyri en i Reykjavík, svo að það yrðu
þá aðein3 nokkur þægindi fyrir Norðlendingafjórðung i