Skírnir - 01.01.1921, Page 36
28
Lærði skólinn.
[Skírnir
þrengsta skilningi. Það er ekki fyrirsjáanlegt í svipinn,
að slíkra skóla verði þörf í fjórðungi hverjum á næstu
áratugum. Er þá eðlilegast að gera þann e i n a svo úr
garði, að vanzalaust sé. Auk þessa yrði lengi vel tilfinn-
anlegur skortur á hæfum kennurura, ef um fieiri en einn
lærðan skóla væri að ra;ða; má ekki tæpara standa nú,
ef vel á að vera.
Um skipulag skólans yrði þá helzt að segja, að hann
tnyndi að raestu komast í það horf, sem hann var í til
forna, með þeirri sjálfsögðu breytingu, er af tvískiftingu
efstu bekkjanna leiddi, og nú er reyndar nýbyrjað á (í
fyrra). Latina og griska yrði þá ekki í stærðfræðisdeild
og stærðfræði ekki i máifræðisdeild. Latínu ætti að
kenna í öllum neðri bekkjum skólans, og gegn um alla
málfræðisdeild, með stílum á latínu og þýðingum (expli-
canda) úr latínu. En gríska yrði aðeins kend í sjálfri
málfræðisdeildinni (5.—ö. bekk) Hitt virðist ekki árenni-
legt, að krefjast latínukunnáttu tii inntökuprófs 1. bekkj-
ar. Er það hvorttveggja, að nú er og verður lengi hörg-
ull á hæfum latínukennurutn utan skólans, og svo mun
skólinu telja það æskilegast, að þ a r nemi unglingarnir
frumatriði latneskrar málfræði. Er, sem kunnugt er, öldin
önnur nú, en áður var, þegar heimakensla i höndum
góðra manna var svo frábærlega góð (í latínu), að þar
var í rauninni oft og tíðum litlu við að bæta i skólanum
eftir á. Munu þó nokkur dæmi þess. Dönsku og ensku
ætti að eins að kenna í neðri bekkjunum, upp að skift-
ingunni, og dönsku auk þess lítils háttar til inntökuprófs
(1. bekkjar) Þýzku og frakknesku yrði að kenna að
minsta kosti jafnmikið og nú er gert, og þó reyndar öllu
meira í frakknesku, sem nú er aðeins 2 vetur (í 5. og 6.
bekk), samtals 8 stundir á viku1) Heimilt ætti að vera
að ganga upp i hvaða bekk sem er f.vrir tvískiftinguna,
eu að minsta kosti verður að ijúka ársprófi þess bekkjar,.
sem síðastur er sameiginlegur (3 eða 4.), áður en til stúd-
entsprófs kemur.
1) Um aðrar greinir er hér ekki talað.