Skírnir - 01.01.1921, Page 38
30
Lærði skólinn.
[Skirnir
styrkveitingum þeim til handa, er þess eru maklegir. Og
til þess að tryggja sér nægilegt eftirlit með heilsufari
námsfólksins, ekki sízt ef til heimavistanna kæmi, yrði
skólinn að hafa ötulan lækni, sem hefði slíkt eftirlit að
aðalstarfi sinu og yrði því að hafa sæmileg laun. Hann
ætti að koma í veg fyrir skrópa nemandanna og veita
þeim góða læknishjálp og leiðbeiningar. Er þetta hvort-
tveggja svo mikils vert, að ekki er horfandi í ómakslaun
lækuisins.
Nú er svo komið, að stjórnarráðið hefir með bréfi
dags. 12. marz síðastl. skipað nefnd til þess að íhuga
skólamál landsins, í samráði við forstöðumenn skólanna
og kennara. Var henni ætlað að leggja fyrir alþingi það,
er nú fer í hönd, álit sitt og tillögur um »Mentaskólann«.
Hefndarmenn eru þeir háskólakennararnir Guðmundur
Finnbogason og Sigurður Sivertsen. Hafa þeir nú látið
prenta álit sitt og komist að þeirri niðurstöðu, að »gagn-
fræðadeildin« eigi þar ekki heima, og að skólinn verði að
vera lærður skóli frá upphafi. Ennfremur skuli
honum tviskift í 2 efstu bekkjunum (5.—6.) og að latinu
skuli kenna þar í 2.—4. bekk og 5.—6. bekk málfræðis-
deildar, eða bókmentadeildar, er þeir nefna svo; en stærð-
fræði vilja þeir láta kenna í ö 11 u m skólanum, meira
að segja í 5. og 6. bekk máladeildar. Grisku telja þeir
ógerning að taka upp aftur í skólanum vegna annars
»óhjákvæmilegra«; auk þess sé engin »frágangssök að
una við núverandi fyrirkomulag um griskukensluna, sem
sé að Háskólinn annist hana sjálfur* (Nefndaralit, bls. 42),
og er all-einkennilega að orði komist um grískuna á sömu
bls, þar sem talið er æskilegt, »að nemendur lærða skól-
ans gætu kynst þeirri ágætu tungu, . . . sem fæstir hafa
lesið sér til gagns að loknu stúdentsprófi. . . .*
Vitanlega er það vandaverk og ekki þakklátt, sem
þessi nefnd hefir með höndum, enda mun enginn hafa
búist við neinu almættisorði þaðan i þessum efnum. Fyrir