Skírnir - 01.01.1921, Page 39
Sfeírnir]
Lærði skólinn.
31
mitt leyti hugsaði eg þó gott til í fyrstu, er nefndin hafði
eindregið látið í ljós á fundi með kQnnurunum, að hún
ætlaðist til að skólinn yrði óslitinn lærður skóli, er svo
greindist í tvent í 5. og 6. bekk. En samleiðin gat ekki
orðið til frambúðar, og fór meira að segja alveg út um
þúfur, er það kom upp úr kafinu, að g r i s k a n ætti að
þoka fyrir stærðfræði i sjálfri tungumáladeildinni
(5.—6. bekk). Fleira var það og, er varð að ágreinings-
efni, og mun eg geta þess hér að nokkru. Frakkneska
er nú að eins kend 8 stundir á viku samtals í skólanum
(5. og 6. bekk) og fór eg fram á, er grískan kom þar
ekki lengur til greina, að við frakkneskuna í mála-
d e i 1 d væri bætt 4 stundum á viku — auðvitað í stað
stærðfræði. En gegn þessu reis dr. Guðmundur Finnboga-
son öndverður; kvaðst að vísu unna frakkneskunni hug-
ástum og hefði meira að segja ætlað henni eina (heila!)
stund vikulega til viðbótar því, sem nú er, en lengra
gæti hann þó sannarlega ekki teygt sig — frá stærðfræð-
inni! Enn taldi hann það til, að með þessu yrði auka-
kostnaður, því að tilætlunin væii að kenna frakknesku
sameiginlega í báðum deildum, og þá auðvitað með jöfn-
um stundafjölda; enda kom mér aldrei til hugar, að stærð-
fræði þokaði fyrir nokkurri annari grein í s i n n i deild.
Kom það fyrir ekki, að eg leitaðist við að sýna fram á,
að bráðlega myndu deildirnar svo fjölmennar, að ógern-
ingur yrði að slengja þeirn saman hvort sem væri. I
vetur voru upphafiega 40 manns í 4. bekk (29+11) en
eru nú eftir áramót 35 (25+10); má þá gera ráð fyrir að
minBta kosti alt að 30 í 5. bekk næsta vetur, og skil eg
ekki, að nokkur kennari vilji fara að hrúga þeim saman
að óþörfu í einstökum greinum, úr því að skiftingin ann-
ars er komin á. Kennir hér einkennilegrar skammsýni,,
þrákelkni eða kotungsháttar; og er þá rausnarskapurinn
ólíkt meiri, þegar á að leysa alla kennara skólans frá
embætti með f u 11 u m launum, er þeir hafa náð 65 ára
aldri (Álit, bls. 37, gr. 43). Annars er frakkneska ekki-
einu sinni nefnd á nafn í kensluáætlun tungumálanna (bls..