Skírnir - 01.01.1921, Síða 40
32
Lærði skólinn.
[Skírnir
43—45). Undarlegt má það líka virðast, er guðfræðis-
kennararnir leggja það til .(bls. 55), að kensla i frakk-
nesku sé með öllu lögð niður i skólanum (H. N.), en finna.
svo ástæðu til að fara fram á, að sænska sé þar kend.
Ef þessir velæruverðu herrar ætla ensku eða þýzku að
taka ómakið af frakkneskunni — skyldi þá ekki danskan
einnig duga fyrir sænslj;una? Og auðvitað er það margt
annað í áliti þessu, er orka mun tvímæla meðal skóla-
rnanna, t. d. ákvæðin um »skyndipróf« (bl. 31, gr. 10—
11 og bls. 46—47) og »forpróf« (bls. 34, gr. 29—30 og
bls. 50-51). Býst eg við, að mörgum óþroskuðum ung-
ling gæti skjátlast við slíkt forpróf, jafnvel þó að hann
væri annars ekki svo »frábærlega illa að sér* (sbr. Alit,
bl8 49) yfirleitt. Oviðkunnanlegt er það líka og ekki
uppörvandi, er segir á bls. 34 í 25. gr. um uppflutning úr
bekk: »Nemandi, sem hlotið hefir þriðju einkunn eða
meira við árspróf skólans, skal flytjast upp úr bekk,
nema hann hafi áður fengið þriðju einkunn við árspróf
tvö ár í röð«. Ætli það tæki því annars að vera að láta
þann syndasel sitja í bekk, sem hann með þessari fortíð
á engan kost á að flytjast upp úr, þó að hann kynni að
hljóta ágætiseinkunn við prófið (þriðju einkunn
eða m' e i r a)? Ekki munu heldur öll nýyrðin i bless-
aðri stærðfræðinni þeirra svo á hvers manns vörum í
bráðina, að ekki hefði verið bagalaust að lofa þeim venju-
legu (útlendu) heitum að fljóta með, svona eins og til
glöggvunar! Heili (heilareikningurI)1), hnitafræði,
ó r æ ð u r o. s. frv. koma þar eins og skollinn úr sauðar-
leggnum.
Aðalgallinn á tilhögun þeirri, er nefndin vill koma á,
er að minni hyggju fólginn í því tvennu, er ræðir um
griskuna og stærðfræðina. Get eg með engu móti sætt
mig við 'hana í þessu gervi. Það liggur í augum uppi,
að jafnsanngjarnt er að sleppa stærðfræði i máladeild eins
og iatínu (og grísku) i hinní, enda þori eg að fullyrða, að
‘) Og væntanlega h e i 1 a b r o t (!)