Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 43
Ynglingar.
Þá er Snorri Sturluson setti saman Ynglingasögu,
svo sem inngang eða forspjall fyrir framan Noregs
konunga sögur, hefir hann varla efast um, að hún
hefði söguleg sannindi að geyma, að minsta kosti m e s t-
öll, og aá hluti hennar einkum, sem var um afkomend-
ur Olafs trjetelgju, konunga í Noregi. Snorri fellir inn í
söguna erindi úr Ynglingatali, kvæði Þjóðólfs skdlds
úr Hvini; þau verða sem vörður við veg mestalla sög-
una. Þjóðólfur mun hafa orkt kvæðið um 870, fyr-
ir Rögnvald heiðumhára, konung á Vestfold (syðra eða
vestra hluta hennar), 6. mann frá Olafi konungi trjetelgju.
Var því óhætt að reiða sig á, að Þjóðólfur hermdi sann-
indi ein um þá feðga, enda hafa sýnilega margar sagnir
um þá lifað á vörum manna í Noregi á dögum Snorra,
svo að kvæðið var ekki eitt til frásagna. Segir Snorri
það heinlínis í formálanum, þar sem hann kemst svo að
orði: »Eptir Þjóðólfs eögn er fyrst ritin æfiYnglinga, ok
þar við aukit eptir sögn fróðra manna». Enda dettur nú
varla nokkrum manni í hug, að Snorri hafi sjálfur búið
til allar þær frásagnir, sem hann hefir ritað um þessa
konunga, umfram þær, er voru í Ynglingatali; yfirleitt
hefir hann sett saman eldri, annara fróðra manna frá-
sagnir.
Hjer á íslandi munu menn á öllum öldum síðan, er
þeir lá8u Ynglingasögu, hafa álitið hana sanna, og jeg
býst við, að alþýða manna hjer líti svo á hana enn. Fram
um miðbik siðustu aldar mun hún og erlendia hafa verið
3*