Skírnir - 01.01.1921, Síða 44
36
Ynglingar.
[Skírnir
talin sannsöguleg, bæði af lærðum og leikum, alt frá því
menn þar kyntust henni alment eftir að útlegging
Matthiasar, lögmauns í Björgvin, Stórssonar kom út, 1594.* 1)
En á hinum síðari áratugum, er gagnrýnin varð strang-
ari, fundu sagnfræðingarnir ekki neinar nógu sterkar
sannanir fyrir sannsögulegu gildi Ynglingatals nje Yng-
lingasögu, töldu það ósannar fornsagnir, og jafnvel einn
hinn lærðasti maður, prófessor Sophus Bugge, setti fram
með miklum lærdómi hinar fáránlegustu kenningar um
sjálfan höfund kvæðisins og aldur þess.2)
í hinu upprunalega heimkynni Ynglinganna hefir forn-
fræðin átt á síðustu áratugum, og á enn, hvern manninn
öðrum lærðari. Starf þeirra var vitanlega margt og verk-
efnið yflrgnæfandi, en vísindin þessi tiltölulega ung.
Margt var af fornsagnafræðingum og málfræðingum ritað
um Ynglingatal og Ynglingasögu, og loks tók einn af
hinum yngri mönnum, Birger Nerman, sjer fyrir hendur,
að bera saman hinar fornu frásagnir við staðhæfingar
fornfræðinganna, einkum þó hins gjörfróðasta þeirra allra
og víðfrægasta, próf. Oscars Monteliusar, fyrv. fornminja-
varðar, og BemharcLs Salins, sem nú er forminjavörður,
— staðhæfingar þeirra og sannanir um uppruna óg aldur
fornleifanna og forngripanna. Síðan 1913 hefir Birger
Nerman ritað hverja ritgjörðina eftir aðra um þessi efni3 * * * * 8),
') Norske Kongers Kronicke etc. — Prentet i Kiebenaffn Aff
Hans Stockelman 1594. Mattis Störsön, lögmaður í Björgvin 1540—69,
gerði þýðingnna, en hún er venjulega kend við Jens Mortensen, rektor
i Slangernp, þvi að hann gaf hana út.
J) Bidrag til den œldste Skjaldedigtnings Historie. Christia-
nia 1894. — Þessar kenningar B. vorn brátt hraktar af Finni próf.
Jónssyni i Aarb. f. nord. Oldk.h. og Hist. 1895, hls. 335 o. s. frv., og
Gustaf Storm í Arkivf.nord. filologi XV. (N. F. XI.) bls. 107 o. s. frv.
— A.f þessum ritgerðum geta menn, ef vilja, kynnst ýmsum öðrum rit-
gerðum og kenningum um Ynglingatal og margt, er þvi kemur við.
8) Sbr.: Finnur Jónsson, Sannfrœði islenskra sagna, Skírnir
1919, bls. 186 o. s. frv. — Helstu ritgerðir Nermans um þetta efni eru: