Skírnir - 01.01.1921, Side 45
Skírnir]
Ynglingar.
37
og mun nú af lærðum mönnum litið svo á, að hann ásamt
öðrum sænskum fornfræðingum, H, Schiick, Knut Stjerna,
Sune Lindqvist, O. v. Friesen, báðum hinum fyrnefndu o. fl.,
hafi fært óyggjandi sannanir fyrir því, að frásagnir Yng-
lingatals um 4 konunga, er dóu og voru brendir og heygð-
ir á tímabilinu 500—600, sjeu sannar að mestu leyti, og
að sterkar líkur sjeu fyrir því, að fyrirrennarar þeirra,
sem frá er sagt, muni vera sögulegir og hafi því verið
uppi á 3.-5. öld, og sömuleiðis eftirkomendurnir á 7.
öldinni, Olafur trjetelgja og forfeður hans 4. Ennfremur
þykir nú sannað, bæði af ritgjörðum Gustafs Storms og
Finns Jónssonar sagnfræðinga og Birgers Nermans og A. W.
Breggers fornfræðínga, að frásagnir Ynglingatals um Yng-
lingana fyrstu í Noregi, afkomendur Olafs trjetelgju, sjeu
óyggjandi.
Ættarnafnið Ynglingar er dregið af nafninu Yngvi.
Snorri segir að þessi Yngvi, forfaðir Ynglinga, hafi verið
Freyr, hann hafi heitið Yngvi öðru nafni; Snorri nefnir
hann einnig Yngvifrey, sem virðist mjög ólíklegt heiti,
enda er það álitinn skáldskapur einn, bygður á fornum
metnaði, að telja forföður Ynglinganna einn af guðun-
um. *) Að líkindum hefir þó einnig Ynglingatal byrjað á
frásögnum um Njörð og Frey, eftir því er Snorri segir í
formálanum fyrir konungasögum, þótt ekki setji hann
nein erindi úr kvæðinu um þá. Fyrstu erindin eru um
Fjölni, son >Yngvifrevs«, og Sveigði, son Fjölnis. Þeir
Vilka konungar ligga i Uppsala högart Uppsala, 1913.—Sv'árges
'álsta konungal'ángder som k'álla f'ör svensk historia. Uppsala 1914.
— Ottar Vendelkráka och Ottarshögen i Vendel, í Upplands Forn-
minnesförenings Tidskrift XXXII. Uppsala 1917. — Yngl.inga-
sagan i arkeologisk belysning, í Fornv'innen. Uppsala 1917.
‘) Sbr. A. Bugge, Vestfold og Ynglingaœtten i Eist. tidsskrift
(norska), 4. r. 5. b., bls. 433 o. s. frv. — Viðvíkjandi norsku Yngling-
nnnm i þeirri grein, sbr. aths. sjera Jóns á Stafafelli Jónasonar í sama
timariti, 6. r. 1. b., bls. 109—15.