Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 46
38
Ynglingar.
[Skírnir
eru álitnir ósannsögulegir báðir, enda eru nöfn þeirra
kenningarnöfn á Oðni; — Fjölnir þó að líkindum kenn-
ingarnafn á Frey upprunalega. En þótt ætla megi, að
Ynglingar eigi að vísu ekki kyn sitt að rekja til Njarðar
og Freys, þá er alt útlit fyrir, að þeir hafi dýrkað ein-
mitt þá guði fyrst og fremst, ásamt Þór, í höfuðhofi sínu
að Uppsölum; og glögt er af Ynglinga-haugum, þeim er
sannast hefir um, að til sjeu enn, að svo sem Freyr var
vopnlaus í hofi þeirra á dögum meistara Adams af Brim-
um (um 1070), svo hafi þeir viljað sækja hann vopnlaus-
ir heim eftir dauða sinn, jafnvel þeir, sem herkonungar
voru ‘).
Næstir Sveigði koma Vanlandi og sonur hans, Visburr.
Sagnirnar um þá eru kynlegar og nöfnin virðast naum-
ast verulega forn mannanöfn, en þó fylgja þau þeirri reglu,
að þau standa í hljóðstaf, byrja bæði á V, en einmitt það,
að nöfn fjögurra hinna næstu fylgja því lögmáli, bendir
til að þeir 4 sjeu sannsögulegir. Það eru þeir Dómaldi
og DÓmarr, Dyggvi, og Dagr. Nöfn eftirkomenda þeirra
allra, að Olafi trjetelgju meðtöldum, byrja öll á hljóðstaf,
og er því sömu reglu enn gætt í þeim. Síðar tekst upp
annar siður, að láta heita eftir mönnum, og kemur hann
fram .í nöfnum Ynglinga í Noregi. Þessi nýi siður, sera
mun hafa sprottið af trú á endurburð, kom fram um 500
suður í löndum, en varð ekki útbreiddur á Norðurlöndum
fyr en skömmu fyrir og um Víkingaöld. En auk regl-
unnar um upphaísstaf nafnanna var á þjóðflutningatíma-
bilinu gætt annarar reglu í nafngjöfinni, sem kalla mætti
breytingarreglu, nöfnin líkjast hvert öðru að hálfu leyti.
Við nafngjöf sumra þeirra Ynglinga, sem heita nafni með
hljóðstaf í upphafi, hefir einnig þessarar reglu verið gætt;
kemur það í Ijós, er nöfnin eru færð í það lag, sem á
þeim var er þeir lifðu, sem báru þau. Þannig hjetu Agni
*) Sbr. v. Vnwerth í Arkiv f. nord. fil. XXXIII. (= N. F. XXIX.)
1917, bls. 320 o. s. frv., og Hugo Jungner i Fornv'innen 1919, bls. 79
o. s. frv.