Skírnir - 01.01.1921, Page 47
■Skírnir]
Ynglingar.
39
og JEgill Agi^a og Agifoa, Alfr og Aðih hjetu Aþa-wolfan og
Aþa-gislan, Ottarr og Yngvatr, Anhtu-hariR og /ngM-harin').
Hversu samkvæm þessum fornu reglum heiti þessara
fornu konunga eru, það bendir á, að Ynglingar sjeu sann-
sögulegir, en fyrir því, að þeir hafi í raun og veru verið
til hver fyrir sig, og að sagnirnar um þá sjeu sannar,
verða og færð önnur gildari rök en þessi, sem einkum
eru málsögulegs eðlis; jafnframt verður þá einnig bent á
hvenær hver um sig var uppi.
I sögu Haralds hárfagra hefir Snorri miðað ýmsa
viðburði við aldur hans og greinir atburðaröðina í árum.
Hafa menn getað árfært frásagnirnar eftir venjulegu tíma-
tali og er Haraldur konungur talinn fæddur 850. Tíu vetra
varð hann konungur, er Halfdan svarti faðir hans drukkn-
aði, fertögur; Halfdan því fæddur 820. Árið eftir var
faðir hans, Guðröðr veiðikonungr, myrtur. Þar með endar
þó ekki enn fullkomið áratal Snorra er aftur skal rakið;
hann segir að Oláfr, eldri sonur Guðröðar, hafi verið á
tvitugsaldri er faðir hans dó, og er hann því fæddur um
800. Sonur Olafs þessa, sem kallaður var Geirstaða-alfr,
var Rögnvaldr sá, er Þjóðólfur orki Ynglingatal fyrir. Frá
þessu ári má eftir frásögnunum rekja og árfæra atburð-
ina aftur eftir nokkurn veginn.
I fornenska kvæðinu Bjólfi (Beowulf) er sagt frá bar-
dögum og öðrum atburðum í Svíþjóð; af nöfnunum má
ráða, að þar eru einmitt frásagnir um nokkra af Ynglinga-
konungunum, þá Aðils, Ottar Vendil-kráku, föður hans, og
‘) G. Storm: Sjœlevandring og Opkaldelsessystem, Arkiv,
IX, 199 o. s. frv.
A. Olrik: Danmarks heltedigtning 1, bls. 22 o. s. frv.
B. Nerman: Ynglingasagan i arkeologisk belysning. íorn-
vdnnen 1917, bls. 226 o. s. frv.
O. Montelius: Ynglingatítten. Nord. tidsskrift 1918, bls. 213
o. s. frv. Þessar síðastnefndu ritgjörðir eru notaðar mest við samning
þesiarar greinar og án þess að til þeirra »je vísað um einstök atriði.