Skírnir - 01.01.1921, Page 48
40
Ynglingar.
[[Skirnir
Egil Tunna-dolg, föður uttars, en ekki er hann þó nefndur
Egill í kvæðinu, heldur Ongenþeow (sbr. Angantýr). Hann
er í kvæðinu sagður falla fyrir Hugleiki Gautakonungi,
sem síðan fjell á herferð á hendur Frönkum um 516, að
því er árbækur þeirra telja. Eftir þessu er þá talið, að
Egill hafi fallið skömmu fyrir 516. Á þessum þrem öld-
um, sem verða milli dauða hans og dauða Guðröðar, eru
10 konungar í röð hver eftir annan, auk Guðröðar. Ef
8ett er, að 28 ár haö verið milli dauða þeirra að meðal-
tali, kemur þetta nákvæmlega heim, að heita má, en eftir
frásögnunum heör að vísu liðið stundum skemur og stund-
um lengur milli dauða konunganna, svo sem eðlilegt er.
Birger Nerman telst svo til, að Aun hinn gamli, faðir
Egils, haö eftir þessu dáið um aldamótin 500 eða í lok 5.
aldar, en Óttar Vendil-kráka, son Egils, um 525 og Aðils,
son Óttars, seint á 6 öldinni. Síðan koma þeir Eyxteinn
(d. um 600), Yngvarr (d. í b 7. aldar), Braut-Önundr (d.
um 640), og Ingjaldr illráði (d. skömmu eftir miðja 7.
öldina); hann var faðir Oláfa trételgju, og má telja hann
brendan inni í lok 7. aldar. Ef rakið er hins vegar aftur
frá dauða Auns hins gamla, þá verða þeir Jörundr, Yngvi
(og Alfr bróðir hans), Alrekr (og Eiríkr bróðir hans) á 5.
öldinni, og Agni talinn hengdur um 400. Forfeður þeirra 6,
með nöfnunum, sem byrja á D og V, verða þá á 4. og 3.
öldinni, jafnvel fyr, hinir elstu þeirra.
Sje þetta borið saman við það, er áður var sagt við-
víkjandi nöfnum þeirra, sjest það, að alt kemur þetta heim,.
Snorri segir1), að i Ynglingatali sje sagt frá dauða
og legstað hvers eins af Ynglingum, og svo má það hafa
verið, en í þeim erindum, sem nú eru til af kvæðinu,
eru samt ekki frásagnir um legstaði svo margra, sem
Snorri greinir í sögunni. Að önna þessa legstaði, og að
öðru leyti að bera samau frásagnirnar um dauða, bálfarir
') I formálanum (prologus) fyrir Noregs konnnga sögum.