Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 53
Skirnir]
Ynglingar.
45
vissu sannast um, hvað verið hafði siður í Svíþjóð fyrrum.
Þykir mjer þó enn kenna nokkurs misskilnings á frásögn-
um Snorra í þessum efnum, en oflangt mál að fara hjer
nánar út í það.
Haugur Agna konungs finst ekki, svo að ekki verða
sóktar sannanir í hann fyrir áreiðanleik sögunnar um
Agna. í frásögninni um Alrek og Eirik, sonu hans, er
þess ekki getið, hvar þeir hafi verið heygðir. Aftur á
móti er sagt berum orðum í Ynglingasögu, ekki þó í
Yuglingatali, að synir Alreks, Yngvi og Alfr, hafi verið
»heygðir á Fýrisvöllum*. Það er ekki tekið
fram, að þeir hafi verið brendir fyrst, en mjer virðist, að
orðalagið »heygðir», útiloki ekki að gera megi ráð fyrir
að þeir hafi, samkvæmt »lagasetnig Oðins*, og því er
Snorri segir í formálanum og áður var bent á, verið
brendir og síðan heygðir. — Birger Nerman álítur að
benda megi á, hvar haugur þeirra bræðra hafi verið, og
ætlar, að hann hafi verið »konungshaugur« sá, svo
nefndur, sem getið er í fornskjali einu frá 1407 og í ýms-
um öðrum gömlum skrifum. Hann var í Uppsölum, á
stað, sem nú má ákveða nákvæmlega eftir bæjarkorti frá
1671, og eru að eins fáir áratugir síðan hinar síðustu leif-
ar þessa forna mannvirkis hurfu með öllu. Dálitið verð-
ur ráðið i af hinum gömlu skrifum, hversu haugur þessi
hefir verið útlits, fremur lágur, og þó mikill um sig, en
þetta virðist einmitt koma vel heim við það sem gera
megi ráð fyrir, að átt hafi sjer stað á þessum tíma, fyrri
hluta 5. aldar. — Um Jörund, son Yngva, er einungis
tekið fram, að hann hafi verið hengdur á gálga við Lima-
fjörð á Jótlandi.
En síðan koma þeir 4 konungar hver eftir annan,
Aun hinn gamli, Egill Tunna-dolgr (svo nefnir Flateyjarbók
hann), Ottarr Vendil-kráka og Aðils, sem áður var getið,
og er tekið fram berlega um þá alla, nema Egil, bæði í
sögunni og kvæðinu, hvar þeir hafi dáið, og í sögunni