Skírnir - 01.01.1921, Page 54
46
Ynglingar.
[Skirnir
aegir Snorri beinlinia um þrjá þeirra, alla nema Óttar, að
þeir sjeu heygðir að Uppsölum. Orðalag Snorra virðist
mjer helst benda á, að hann hafi blátt áfram vitað til
þess, að á hans dögum voru tilgreindir haugar þessara
þriggja konunga að Uppsölum; sennilega hafa þeir borið
hver sitt nafn þá og verið kendir hver við sinn konung
— með rjettu eða röngu
Svo sem alkunnugt er, eru 3 fornir haugar og mjög
stórir rjett hjá Grömlu-Uppsölum. Eru þeir á malar-
hrygg einum, grasi grónum, rjett hjá kirkjunni þar, ásamt
mörgum öðrum minni haugurn. Alt frá því á 17. öld, en
ekki fyr, svo kunnugt sje, hafa haugar þessir verið kend-
ir við Óðin, Þór og Frey, ef til vill vegna þess, að þarna
vissu menn, að verið hafði til forna höfuðhof Svía i heiðni.
Fyrrum voru þessir haugar nefndir Konungahaug-
a r (Kungshögarna). Einn þeirra (sá í miðið, kallaður
Þórs-haugur af alþýðunni, en af einhverjum mis-
skilningi Freys-haugur í bókum) var brotinn á 17.
öldinni, en óvíst um, hvað fanst þá við þann gröft.
1846—47 rannsakaði Bror Emil Hildebrand fornminja-
vörður austasta hauginn (Ó ð i n s h a u g), og að nokkru
leyti miðhauginn, og 1874 rannsakaði hann hinn þriðja.
Við rannsóknir þessar kom það í ljós, að haugarnir voru
yfir menn, er höfðu verið brendir á báli ásamt ýmsum
húsdýrum og áhöldum og skrautgripum, en vopnaleifar
sáust alls engar. Beinaleifarnar höfðu verið hreinsaðar
eftir brennuna og látnar í leirker og í smáhrúgu á stalla
þeim, er bálkösturinn hafði verið á í miðjum haugnum,
og síðan orpinn haugur yfir úr grjóti, neðst, og leir. Hinn
fyrri (austasti) haugurinn var af gripaleifum þeim, er í
honum fundust, álitinn vera frá síðustu árum 5. aldar eða
byrjun 6. aldar, en hinn vestasti frá þvi skömmu fyrir
lok 6. aldar. Af gerð miðhaugsins má og ráða, að hann
sje frá því snemma á 6. öld. Docent Sune Lindqvist álít-
ur, að sá haugur muni elztur og frá því um lok 5. aldar,
en austasti haugurinn frá byrjun 6. aldar, og álítur próf.