Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 56
48
Ynglingar.
[Skírnir
konuDgur Vendil-kráka væri heygður í Óttars-haugi, sem
þá var enn órannsakaður. Næsta ár var byrjað að rann-
saka hauginn, en ekki lokið rannsókninni, vegna stríðs-
' ins, fyr en 2 árum síðar. Kenning B. Nermans reyndist
laukrjett. Haugurinn var að öllu leyti likur Uppaala-
haugum, einkum hinum austaeta, er Sune Lindqvist, sá
er aðallega fjekst við rannsókn Óttarshaugs, áleit vera
þeirra næst-elztan, og því Egils, föður Óttars. — I haugn-
um fanst meðal annars griskur gullpeningur, sleginn fyrir
Basiliscus keisara í Miklagarði 476—77. Peningurinn var
með gati við röndina, hefir verið borinn á sörvi að lík-
indum og var orðinn allmáður, sennilega um 40—50 ára
gamall, þegar hann var látinn í hauginn; haugurinn þess
vegna eftir peningnum, öðrum gripum í honum og öllu
ásigkomulagi, einmitt frá þeim tíma, sem telja má víst, að
Óttar hafi dáið á.
Viðvíkjandi viðurnefni Óttars hefir verið bent á, að
bændurnir frá Vendli eru þann dag í dag nefndir í spaugi
krákur eða Vendil-krákur af nágrönnum sínum, og á líkan
hátt er fólkið í 2 öðrum sveitum í grendinni nefnt
2 öðrum fuglanöfnum, skjórar og krummar (korpar). Því
kalla strákarnir í Dannemóra-sókn til karlanna frá Vendli
þegar þeir aka frarahjá:
» Vendels krdka,
fár jag dka?«.
Til þess finnast dæmi, að bændur í öðrum sveitum hafi
um 1630—40 verið kallaðir »krákur« og má geia ráð
fyrir að þetta uppnefni sje ævagamalt.
Um siðustu Ynglinga-konungana í Svíaríki, sem sagt
er frá í kvæðinu og sögunni, og ætla verður að verið hafi
uppi á 7. öldinni, gat jeg nokkuð áður, þá Eystein, Ing-
var, Braut-Önund, lngjald illráða og Oláf trételgju. Ekki
eru nú fundnir haugar þeirra, enda segir Snorri að Ey-
Bteinn, Ingjaldr og Óláfr hafi verið brendir inni, en ön-
undr orðið uudir skriðuhlaupi. Raunar er haugur einn