Skírnir - 01.01.1921, Side 57
Skirnir]
Ynglingar.
49
forn við Saffle á Vermalandi nefndur Ólafs haugur
trételgju og er nafnið til um 1770, en 1683 kvað
sami haugur hafa verið kallaður K n ú t s-h ó 11 (-b a k k i)
og ráða menn af því, að hitt nafnið sje síðari tíma til-
búnÍDgur. Virðist þó ástæða til að rannsaka þetta mál
betur og sjálfan hauginn. Yngvar konung segir Snorri
heygðan vera á Aðalsýslu á Eistlandi, »við sjá sjálfan* *.
Bendir orðalagið enn á, að Snorri hafi þózt hafa sannar
sagnir af haugi Yngvais, en þó kanu hann á þessum
stað hafa þrætt beinlínis hin fögru og skáldlegu orð
Þjóðólfs:
Austmar
jöfri sœnslcum
Gymis Ijóð
at gamni Jcveðr*.
Óláfr trételgja var fóstraður á Vestur-Gautlandi og
var hvergi náerri, er faðir hans brendi sig inni og
ívar víðfaðmi lagði undir sig ríkið. Óláfr varð að fara
landflótta og staðnæmdist loks á Vermalandi, er hann
nam og nefndi svo. Var laudið alt þakið frumskógi, sem
hann ljet ryðja og brenna til þess að geta ræktað landið.
*En er spurðist til Oláfs i Svíþjóð, at Tiann ryðr markir,
kölluðu þeir hann trételgju, ok þótti hœðilegt ham ráð ')<.
Eftirkomendur hans, sem jeg gat um áður, urðu kon-
ungar á Vestfold og yfir fleiri smáríkjum í Noregi, en
Vermaland segir Snorri horfið hafa undan þeim sonum
Guðroðar mikilláta, Óláfi Geirstaða-álfi og Halfdani svarta,
snemma á 9. öldinni. Við rannsóknir á fornleifum, haug-
um, í Noregi hefir þess orðið vart, að því er próf. Haákon
Schetelig í Björgvin ritar2), að náinn skyldleiki er á milli
grafanna austast í landi, Heiðmörk, Þótn og Hringaríki
‘) Enn i dag er Yermaland að 4 fimtn htutum viði vaxið.
*) Haakan Schetelig, Vestlandske graver fra jernalderen (Berg-
ens Museums skrifter. Ny rœkke. Bd. II. No. 1.). Bergen 1912.
4