Skírnir - 01.01.1921, Side 58
50
YnglÍDgar.
[Skirnir
og víðar, og grafanna á upplöndum í Svíaríki, Gotlandi
og Borgundarhólmi frá sama tímabili, 7. og 8. öld. Eink-
um á þetta sjer stað um gripi þá er flnnast í haugunum.
Þykir Birger Nerman o. fl. þetta koma eftirtakanlega
vel heim við frásagnirnar um flólksflutning þann frá Upp-
löndum til Noregs, er stóð í sambandi við Oiáf trételgju.
Jeg gat þess að sagnfræðingar og fornfræðingar hefðu
sannað frásagnirnar um Ynglingana norsku, afkomendur
Óláfs, enda mætti gera ráð fyrir, að Þjóðólfur, er hann
orkti Ynglingatal, og Snorri, er hann ritaði Ynglingasögu*
hafi haft staðgóðar heimildir um þessa 4—5 konunga.
Óláf trételgju mun mega telja inni brendan skömmu fyrir
700, eins og áður var tekið fram, og nafna hans á Geir-
stöðum fæddan um 800. Þeir 4 á 8. 'öldinni, sem taldir
eru milli þeirra, bæði í kvæðinu og sögunni, íslendinga-
bók og Hauksbók (í þætti af Upplendinga konungum)1),
eru halfdan hvítbeinn, . sennilega dáinn nokkru fyrir
miðja öldina, Eysteinn, sem Ari prestur. kallar að viður-
nefni fret, dáinn nokkru eftir miðja öldina, Halfdan
hinn mildi ok matarilli, dáinn nokkru fyrir lok aldarinn-
ar, og Guðroðr veiðikonungr, myrtur um 8202).
*) Haukabók. Köbenhavn 1892—96. Bla. 456—57.
J) í nýprentaðri ritgerð um Harald hárfagra og forfeður hans
(»ffarald Fairhairt and his Ancestors, í Saga-Book ofthe Viking
Society, Yol. IX, Part I) hefur Sir Henry H. Howorth haldið því
fram (bls. 63, shr. hls. 144), að Guðroðr veiðikonungr hafi verið sonur
Halfdanar hvitbeins og ekki Halfdanar milda, >eins og sumir hafi haldið«.
Guðroðr konungr átti nefnilega afahróður samnefndan og hefir sennilega
verið látinn heita eftir honum. Há uudarlegt heita að þessi sama villa,
að telja Guðreð veiðikonung son Halfdanar hvítbeins, skuli hafa náð að
slæðast inn i registrin við útgáfur Finns prófessors Jónssonar að Noregs
konunga sögum, bæði hina eldri, frá 1893—1900, og hina yngri, trá
1911. þvi að i ritgjörð sinni um Ynglingatal í Aarb. f. nord. Olakh.
1895 skýrir próf. F. J. vitanlega öldungis rjett frá.
Svo er að sjá sem Howorth hafi verið, er hann reit greinda ritgjörð
sína (1918), ókunnugt um rannsóknir og ritgjörðir manna á Norðnrlönd-
um siða8ta mannsaldurinn.