Skírnir - 01.01.1921, Síða 59
Skirnir]
Ynglingar.
51
Prófessor A. W. Brögger, forstöðumaður fornminja-
safnsins í Kristjaniu, hefir íyrir 5 árum athugað og
prófað fráBagnir Þjóðólfs og Snorra um legstaði þessara
fjögurra konunga og beggja sona hins siðastnefnda (Guð-
roðar), Oldfs Geintaða-alfs (d. ca. 865) og Halfdanar svarta')
(d. 860).
Þjóðólfur hefir sjálfsagt vitað með vissu, hvar leg-
staðir þessara norsku konunga voru, og segir í Ynglinga-
tali >frá dauða hvers þeira ok legstað*, nema Guðroðar,
um legstað hans getur hann ekki í þeim erindum, sem nú
þekkjast. Halfdan svarta nefnir hann vitanlega ekki.
Um Halfdan hvítbein segir hann:
OTc hallvarps
hlifinauma
þjóðkonuvg
á Þótni tók.
Ok Skœreið
i Skíringssal
of brynjalfs
beinum drúpir.
Snorri segir: »hann varð sóttdauðr á Þótni ok var
siðan fluttr út á Vesffold ok heygðr þar, sem hét Skœreið
i Skiringssal«. Er að sjá sem Snorri hafi eftir þessu vit-
að, að þessi staður var á Vestfoid, en ef lesa ber »hét«,
og ekki »h e i t i r«, svo sem stendur í sumum handritanna,
virðist bvo sem Snorri hafi engan stað þekt með þessu
nafni, »Skæreið (eða Skereið) í Skírings- (eða Skíris-) sal«,
um sína daga. — Aftur á móti segir Haukur lögmaður i
þættinum af Upplendinga konungum: ihann varð
sóttdauðr d Þótni ok fluttr d Heiðmörk ok heygðr
þart. Virðist Hauki þó hafa verið kunnugt um frá-
sögn Þjóðólfs. Nú vita engir menn hvar Skæreið i
Skiringssal hefir verið, en álitið er, að Skíringssalur sje
*) A. W. Brögger, Borrefundet og Vestfold-kongernes graver.
Vidensk.-selsk. skrifter. II. 1916. No. 1. Kristiania 1916.
A-