Skírnir - 01.01.1921, Síða 60
52
Ynglingar.
[Skírnir
sveit sd á Vestfold, er Þjóðarlyngs-sókn hjet á síðari öld-
um, og nú heitir Tjolling, eða að hann hafi verið í þeirri
sveit einhversstaðar. * *) Próf. Finnur Jónsson hefir rann-
sakað staðháttu þarna og látið í ljósi, að hann hafi fundið
staðinn; álítur að hann hafi heitið Sker-eið og að þetta
eið hafi verið á tanga nokkrum á ey þeirri, er nú nefn-
ist Lammeen (Lambey), skamt frá Björnœs (Býjarnesi) i
þessari sveit, og að alkunnugt sje, að Skíringssalur sje
hjeraðið fyrir neðan Gjerstad (Geirstaði®) í Tjolling, víst
sjerstaklega einmitt þar sem K a u p a n g heitir nú8) —
Sophus Bugge áleit að Skæ-reið væri kenning fyrir jörð
eða land, en eins og próf. Finnur Jónsson hefir tekið
fram væri sú kenning lítt eðlileg, enda dæmalaus.
Um Eystein segir Þjóðólfr:
OJc nú liggr
und lagar beinum
reTcks löðuðr
d Raðar broddi.
Þars élkaldr
hjd jöfur gauzkum
Vöðlu-straumr
at vági kemr.
Snorri segir greinilega frá dauða Eysteins konungs, að
hann hafi fallið útbyrðis af skipi skamt frá Jarlsey (nú
Jerso við Túnsberg) og druknað þar. »Menn hans ndðu
líkinu; var þat flutt inn d Borró, ok orpinn haugr eptir d
Röðinni út við sjd við Vöðlu*. Eins og próf. Finnur Jóns-
‘) Nafnið finst enn k 14. og 15. öld i norsknm skjölnm, sbr. Gk
Storm, Ynglingatal, Arkiv XV, bls. 113, og A. Kjær, Hvad var
Skíringssalr?, Hist. tidsskr. (norska), 4. r. 5. b., bls. 267 o. s. frv., og
425—30. — Ennfremnr S. A. Sarensen, Det gamle Skiringssal (Kria
1900) og Om Skiringssal i Hist. tidsskr. (norska) 4. r. 5. b., bls. 358
o. s. frv. og 431—32, og (x. Storm, s. timar., 4. r. 1. b., bls. 214—87.
*) Þessi bær virðist hafa heitið Geirastaðir og ekki Geirs-
staðir fyrrnm; sbr. tilvitnaðar ritgerðir nm Skiringssal o. fl., og Norske
Gaardnavne VI., bls. 293 (og viðar).
3) Heimskringla IV., bls. 22—23.