Skírnir - 01.01.1921, Page 62
54
Ynglingar.
[Skirnir
driikkinn; olc um kveldit, er myrkt var, gekk konungr af
slcipi; en er hann kom d bryggju-sporö, þd hljóp maðr at
honum ok lagði spjóti í gögnum hann; var þat hans bani;
sd maðr nar þegar drepinn. En um morguninn eptir, er
Ijóst var, þá var maðr sá kendr, var þat skósveinn Asu
drótningar; dulði hon þd ekki, at þat váru hennar rdð.t
(Ynglingas., 48. k.). örnefnið Stíflusund er nú ekki lengur
til og er óvist, hvar það sund hefir verið. Próf. Finnur Jóns-
son álítr'), að það hafi verið við »Sker-eið í Skíringssakc,
sem jeg gat um áðan, og gæti það vel komið heim við
það, sem Haukur lögmaður segir í þættinum, að Guðroðr
hafi verið >drepinn á Geirstöðum d Vestfold. svd at hann
var lagðr með kesju, er hann gekk af skipi sinu i Stiflu-
sundi seint um kveldit*. En mjer þykir ekki fullvíst, að
Haukur hafi átt við Gjerstad i Tjolling, þar sem Skírings-
salur á einkum að hafa verið, fremr en við Gjekstad í
Sandeherred (Skaun), sem brátt skal rætt um frekar. Próf.
Brogger þykir einu gilda hvar Guðroðr hafi verið veginn;
lík hans hafi eflaust verið flutt inn á Borró og hann heygð-
ur þar hjá föður sínum og afa, á þeim stað, sem
var orðinn heiiagur grafreitur þessarar konungsættar.
Verð jeg að telja það öldungis sennilegt, og geri ráð fyrir,
að fullar sönnur kunni að verða færðar á mál Broggers,
er rannsakaðir verða haugarnir á Borró, sem jeg siðar
skal minnast nánar á.
En nú er fyrst að ræða um Oláf konung og legstað
hans; hann >var þá d tvítogs-aldri, er Guðroðr andaðist«,
segir Snorri, fæddur eftir því .árið 800 eða þar um bil.
Hann var faðir Röguvalds heiðumhára, sem Þjóðólfr orti
Ynglingatal fyrir,' eins og jeg hefi tekið fram áður, og
hefir Þjóðólfi vitanlega verið mjög vel kunnugt um dauða
hans og legstað. — Snorri segir, að Oláfur konungur hafi
haft tatsetu á Geirstöðum; >hann tók fótarverk ok and-
‘) Heimskringla IV., bls. 23.