Skírnir - 01.01.1921, Síða 63
Skírnir] Ynglingar. 55
aðisk þar af, ok er hann heygðr á Geirstöðum; svá segir
Þjóðólfr:
liggr gunndjarfr
á Geirstöðum
herkonungur
haugi ausinn«.
Af þessu þykir mjer líklegt, að Haukur lögmaður hafi
átt við þessa sömu Geirstaði í frásögn sinni um morð
Guðroðar föður Ólafs, enda álíta víst flestir það, en um
það hefir mönnum ekki komið saman, hvar hafi verið eða
fijeu þe8sir Geirstaðir, sem Ólafur hafði atsetu, var heygð-
ur á og kendur við.
Af þættinum af Ólafi Geirstaða-alfi í Ólafs sögu helga
i Flateyjarbók má sjá, að haugur Ólafs á Geirstöðum hefir
verið brotinn af Sveini jarli Hákonarsyni árið 995.
Rjett hjá bæjunum Gjekstad (Geirstöðum) og Gok-
fitad (Gaukstöðum) við Sandafjörð (Sandefjord) á Vestfold
var forn haugur, er nefndur hafði verið, svo lengi sem
menn vissu til, »kongshaugurinn«, því að þar ætti kon-
ungur nokkur að hafa verið heygður í fornöld með gulli
sínu og gersemum. í ársbyrjun 1830 gerðust til þess
piltarnir á bænum, sem mestur hluti haugsins tilheyrði,
að grafa upp hauginn; komst N. Nicolaysen, formaður
fornleifafjelagsins norska, að þessu og fjekk frestað haug-
brotinu þar til klaki væri úr jörðu. Fór hann svo um
vorið, rannsakaði hauginn og fann þar hið fræga lang-
skip, sextánsessuna, sem síðan hefir verið kölluð »Gokstad-
skibet*J (Gaukstaðaskipið), ásamt ýmsum gripum
öðrum, leifum af beinum höfðingja þess, er heygður hafði
verið í skipinu, o. fl. Það kom í ljós, að haugurinn hafði
fyrir löngu verið rofinn áður, enda fundust nú hvorki
vopn nje dýrgripir. Af því, er fanst, rjeði Nicolaysen að
haugurinn væri frá því um 900. Próf. Brogger álítur hann
nú vera frá því um 860—70. Nicolaysen áleit, að höfð-