Skírnir - 01.01.1921, Page 65
Skirnir]
Ynglingar.
57
skrá um bæjanöfn í Noregi og eru allra manna fróðastir
um þau, bæði að fornu og nýju.
I Leiðarvísi um Þjóðminjasafmð benti jegáþað (1914),
hversu margar og miklar líkur sjeu til þess, að »konungs-
haugurinn* hjá Geirstöðum sje haugur Oláfs konungs Guð-
röðarsonar; auk alls þess, sem jeg hefi nú minst á, nefndi
jeg einnig það, að Oláfur konungur væri sagður allra
manna mestur vexti, og að beinaleifar hins heygða á
Geirstöðum sýndu það, að sá maður hefði verið um 3
álnir að hæð. — Hann heflr verið mjög sterkbygður og
rösk 6 fet að hæð, að áliti próf. J. Heibergs, er gerði
skýrslu um beinin1).
Próf. A. W. Brogger hefir í ritgerð sinni um þessi
efni látið þá skoðun í Ijós (1915), að »þaðverði að teljast
bæði sennilegt og líklegt, að höfðingi sá, er heygður hafi
verið í Gaukstaða-skipinu, hafi verið Oláfr Geirstaða-alfr.
— Hann hafi búið á Geirstöðum, þ. e. Gjekstad, sem nú
heitir, hjá Gokstad, og því heygður þar, en norður hlut-
inn af Vestfold, þar sem Borró með ættargrafreitnum var,
hafi lotið Halfdani bróður hans, og jafnframt þess vegna
hafi Oiáfr ekki verið heygðr þar.2)
Ynglingatal segir nú vitanlega ekki frá legstöðum
fleiri forfeðra Rögnvalds konungs. En jeg vil þó hjer
geta um tvo legstaði enn.
Snorri segir að Halfdan svarti hafi druknað í Rykins-
vík í Rönd (nú Rokensvik í Randsfjorden), en lík hans
flutt til Hringaríki8 til graftar, en >þd fóru ríkismenn af
Raumaríki ok af Veslfold ok Heiðmörk ok beiddusk allir at
hafa likit með sér ok Jieygja í sínu fylki, ók þótti þat vera
drvœnt, þeir er nœði. En þeir sœttusk svd, at líkinu var
skipt í fjóra staði, ok var höfuðit lagit i haug at Steini á
’) Nicolaysen, Langskibet fra Gokstad, bls. 75—76.
’) A. W. Bregger, Borrefundet og Vestfoldkongernes graver-
Kria 1916. Bls. 55. — Vidensk. selsk. skrifter. II. 1916. Nr. 1.