Skírnir - 01.01.1921, Side 66
68
Ynglingar.
[Skirnir
Hringaríki, en hverir fluttu heim sinn hiuta ok heygðu, ok
■eru þat alt kalluðir Halfdanar haugar*.
I Agripi og Fagurskinnu B. aegir að eins, að Halfdan
konungur hafi verið heygður að Steini á Hringaríki. Vafa-
laust hefir Snorri heyrt Norðmenn segja frá hinum haug-
unum, og í byrjun 14. aldar liflr lík sögn um skiftingu
likama Halfdanar og 3 hauga hans enn þá, og kemst þá
inn i Fagurskinnu A, en ekki ber sögnunum saman. Nú
er enn í dag sýndur haugur Halfdanar að Steini á Hringa-
ríki, en hveigi annars staðar. Hann er, eða var fyrir
100 árum, mjög líkur haugunum á Borró; hann hefir ekki
verið rannsakaður enn.
Próf. Brogger álítur, að til grundvallar fyrir sögun-
um um fleiri Hálfdanarhauga muni hafa legið það,
að á Vestfold, á ættargrafreitnum á Borró, hafi verið
orpinn haugur til minningar um Halfdan (kenotaphium,
tumulus honorarius). Var slíkt gamall Biður og nýr, bæði
á Suður- og Norðurlöndum. Skýring próf. Broggers er
mjög sennileg, að öllu athuguðu. Og mjög þykir mjer
hún styðjast við það, að próf. 0. Broch í Kristjaníu, sem
er fæddur 1867, kveðst glögt muna það, að einn af haug-
unum á Borró var í barnæsku hans kallaður Halfdanar-
haugur. Haugarnir við Borró eru 9, og steindys 2 stór
að auk; ennfremur voru þar um miðja síðustu öld 15
smádysjar eða leiði, sem nú er búið að jafna við jörðu.
Fjórir af haugunum eru nú eyðilagðir, án þess að full-
komin rannsókn hafi átt sjer stað, en hinir hafa ekki
verið rannsakaðir enn, nje heldur steindysjarnar. Einn af
þessum 4 haugum var þó rannsakaður 1852, en þá voru
vegagjörðarmenn búnir að grafa göng í gegnura hann, og
höfðu eyðilagt ýmsar merkilegar fornleifar, sem þeir rák-
ust á. Haugur þessi var nyrztur allra hauganna. Við
uppgröftinn og rannsóknina fundust leifar af langskipi,
öllu minna en Gaukstaða-skipinu, ýmsum áhöldum, reið-
týgjum og beinum úr 3 hestum og 1 hundi, en af manna-
•beinum fundust alls engar leifar. Vopn og ger-
semar fundust ekki heldur, fremur en í Gaukstaðahaugi,