Skírnir - 01.01.1921, Side 67
Skirnir]
Ynglingar,
59
enda er líklegt, að þessi haugur hafi verið brotinn í fyrnd-
inni eins og hinn. Af því að engin ögn af mannabein-
um fanst í haugi þessum, sem sýnilega hafði verið orpinn
nokkru eftir miðbik 9. aldar og eftir mikinn höfðingja,
og ekki eftir konu, datt próf. Brogger í hug, hvort þessi
haugur muni ekki einmitt vera sá, er af framangreind-
um frásögnum má ætla að orpinn hafi verið á Borró eftir
Halfdan konung svarta 860 og til minningar um hann.
Ekkert virðist mæla á móti því, að svo kunni að vera,
en fullkomuar sannanir vantar.
Þótt gera megi ráð fyrir að þeir feðgar Eysteinn,
Haifdan mildi og Guðroðr hafi verið heygðir í haugunum
á Borró og að hinn 4. haugurinn sje því Halfdanar
haugur svarta, verða enn 5 haugar, og steindys 2 að auk,
sem óvíst er um, hverir hafi verið heygðir í, en gizka
mætti á, að órannsökuðum haugunum, að í þeim hafi verið
heygðar drotningar þessara fjögurra konunga, nefnilega
Hildr, dóttir Eiríks konungs Agnarssonar, drotning Ey-
steins, JELlíf Dagsdóttir, konungs af Vestmörum, drotning
fíalfdanar milda, Alfhildr Alfarinsdóttir, konungs úr Alf-
heimum, fyrri drotning Guðroðar, og báðar drotningar
Halfdanar svarta, Ragnhildr Haraldsdóttir gullskeggs, kon-
ungs í Sogni, og Ragnhildr Sigurðardóttir hjartar, kon-
ungs á Hringaríki; alls 5 drotningar.
Aftur á móti eru líkur til þess, að seinni drotning
‘Guðroðar, Ása Haraldsdóttir hins granrauða, er rjeði Guð-
roði manni sínum bana við Stíflusund, svo sem jeg gat
um áðan, hafi ekki verið heygð hjer hjá þessum manni
Bínum og konungsætticni. Virðist sem það hefði hlotið
að vera jafnóljúft sjálfri henni sem ættmönnum hans og
vinum, að heygja hana þar.
En nú skal jeg víkja að hinum öðrum legstaðnum, er jeg
vildi geta um.
Sumarið 1903 var próf. G. Gustafson, þáverandi for-
stöðumanni fornminjasafnsins í Kristjaníu, sagt frá því, að
við að grafa í stóran fornmannahaug á bænum Asubergi
(Oseberg), sem er um mílu vegar fýrir sunnan Borró, hefðu