Skírnir - 01.01.1921, Side 68
60
Yngliugar.
[Skirnir
fundist ýmsar spýtur, er virtust vera úr skipi. Gustaf-
son fór þegar að skoða þetta; sá hann brátt, að hjer hafði
verið hauglagt skip á stærð við Gaukstaðaskipið, sjerstakt
líkhús hygt í skipinu eins og á Gaukstöðum, og haugur-
inn brotinn einhvern tíma í fyrndinni eins og þar. ífú var
of áliðið sumars til að framkvæma svo mikið verk, sem
hjer var sýnilega fyrir hendi og ljet Gustafson þekja alt
aftur. Þegar öllum undirbúningi var lokið, snemma næsta
sumar, ljet hann byrja á uppgreftinum, og varð honum
lokið um haustið. Voru hjer þá í ljós leiddar hinar merki-
legustu fornminjar, sem fundist hafa í einu á Norðurlönd-
um. Mun sumum mönnum hjer nokkuð um fund þennan
kunnugt orðið nú, eftir að farið var að sýna hann og rita
um hann, enda oflangt mál í þessu sambandi, að gera
verulega grein fyrir honum. I skipinu .fanst hinn mesti
fjöldi merkilegra forngripa, er bera þess vott, að skipið
og þeir hafi verið hjer heygðir laust fyrir miðja 9. öld
eða 840—50, m. a. fjórhjólaður, útskorinn vagn, 3 út-
skornir og veglegir sleðar og 1 skrautlaus, kista mikil og
öll járnbent, full af ýmis konar áhöldum, rúmstæði, fötur
og balar, katlar og ker, kvenlegt smádót ýmis konar, svo-
sem spjaldvefur, snælda, o. s. frv. Langskipið sjálft var
mjög skrautlegt og bar með sjer, að það hefði verið öllu
fremur einskonar skemtiskip en ætlað til =>sæfara og
harðræða*. Leifar af beinum tveggja kvenna fundust í
haugnum, og af þeim og gripunum er það ljóst, að haug-
ur þessi er drotningar haugur og ekki konungs. Hafði
hin eldri sennilega drotningin, verið um fimtugt, en hin,
sennilega þerna, er hefir verið látin fylgja drotningu til
grafar að fornum sið, hafði verið um þrítugt; fanst lítið
af beinum hennar, hvað sem þvi kann að hafa valdið, en
af beinum drotningar vantaði fátt, nema hægri höndina
og fingur alla af hinni vinstri og vinstri upphandlegg.
Munu þeir er í hauginn gengu til forna, iíklega i byrjun
11. aldar, hafa haft bein þessi á braut með sjer vegna.