Skírnir - 01.01.1921, Síða 69
Skirnir]
Ynglingar. %
61
dýrgripa þeirra, er á þeim voru og þeir hafa sótt 1 haug-
iun, ásamt öðrum slíkura gersemum.’)
Af bæjarnafninu og því, er í haugnum fanst, hefir
próf. A. W. Brogger dregið þá sennilegu ályktun, að hjer
hafi heygð verið Asa drotning Haraldsdóttir hins gran-
rauða, móðir Halfdanar konungs hins svarta og stjúpa
Oláfs Geirstaða-alfs, sem ætla má samkvæmt framan-
greindu, að heygður hafi verið í Gaukstaðaskipinu. Tel-
ur hann sennilegt, að hún hafi fiutt búferlum frá ögðum
og á Vestfold, í grend við aðsetursstað sonar síns, er hann
tók við ríki. Hafi hún sezt að á Bergi, er svo upp frá
því hafi verið við hana kent og kallað Asuherg (nú
Oséberg). Þegar á alt er litið, bæði frá sögulegu og forn-
fræðilegu sjónarmiði, er þetta mál sriertir, verður þessari
tilgátu varla hrundið með nokkrum rökum. Af drotning-
um þeim í norðurhluta Vestfoldar, er áður voru taldar,
hefir engin getað dáið fimtug um 840—850, en að Ása
drotning, sem varð síðari kona Guðroðar konungs um
820, að því er ætla má, hafi verið fædd um 790-800, er
mjög líklegt, og ekkert, sem mælir á móti því, að hún
hafi andast kringum fimtugt.
Árið 850 er Haraldr hárfagri, sonur Halfdanar svarta
og sonarson Ásu drotningar talinn fæddur, hinn voldug-
asti og frægasti allra Ynglinga-konunga. Með honum
fyrst hafa á síðari áratugum þótt sannar sögur hefjast í
Noregi. Með vísindalegum rannsóknum og rökstuddum
dæmum hefir mönnum nú tekist að færa sönnur á hinar
fornu frásagnir og konungasögur Svía og Norðmanna, og
má það kalla harla mikilsvert atriði, bæði frá vísindalegu
og þjóðernislegu sjónarmiði. Oss íslendinga má þetta
gleðja ekki síður en frændur vora, er hlut eiga að máli.
Vorir fornu, fróðu sagnaþulir, vísindamenn sinnar aldar,
rituðu frásagnirnar, og hjá oss, einum að kalla, hafa þær
‘) Osebcrgfundet I. Kria 1917.