Skírnir - 01.01.1921, Síða 70
62
Ynglingar.
[Skirnir
síðan varðveizt. Það mátti vera oss hrygðarefni, er þær
voru rengdar og að engu hafðar. Vjer höfum ætið tekið
undir með Snorra: »Þó at vér vitim eigi sannyndi á því,
þd vitum vér dœmi til þess, at gamlir frœðimenn hafa slíkt
fyrir satt haft«. Vér höfum litið svo á, að það í forn-
sögum vorum, sem ekki yrði með rjettum rökum rengt,
gæti verið satt, og talið ánægjuefni, er þp.ð varð
með góðum rökum s a n n a ð. Vonandi verða framfarir
með framkvæmdum í þessum vísindum í framtíðinni.
Mættu þær þá sem oftast færa sönnur á vor fornu fræði
og auka á sæmd þjóðar vorrar!
Vjer höfum gjört oss það til fróðleiks og frægðar ís-
lendingar, að rekja kyn vort allar götur til Ynglinga.
Verður það gjört á tvennan hátt, um Oddaverja til Þóru
Magnúsdóttur konungs berbeins og um Skarðverja til Þór-
hildar Þorsteinsdóttur konungs hins rauða, Oláfssonar hins
hvíta, sem báðar voru komnar af Ynglinga-konungum í
beinan karllegg. Eftir því langfeðgatali eru margir nú,.
og þeirra á jneðal er jeg, í 36. lið frá Halfdani hvitbein
t. d., sem mun hafa dáið um miðja 8. öld, og þá i 50. frá
Dag epaka, föður Agna, er dó á Agnafit um 400. En
Snoiri telur enn 10 liði fyrir framan Agna og komumst
vjer með þvi móti svo langt aftur i tímann sem til 200
að minsta kosti. Nú segir Snorri í Ynglingasögu, að
þessir fyrstu forfeður vorir hafi verið komnir til Uppsala
allar götur sunnan frá Vanakvísl eða Tanakvísl, »er at
réttu heitir Tanaist, nefnilega á latinu; »hon komr til sjáv-
ar inn í Svaria-haft — og heitir nú Don. Snorri segir
að Njörðr og Freyr hafi verið diar með Ásum, blótgöðar
hjá Oðni þarna suður- eða austur-frá. þann tima fóru
Rúmverja-höfðingar víða um heiminn ók brutu undir sik all-
ar þjóðirt. — Þá setti Oðinn bræður sína yfir Ásgarð,
hann fór ok diar allir með honum ok mikit mannfólk. Fór
hann fyrst vestr í Garðariki ók þd suðr í Saxland.-------
Þd fór hann norðr til sjdvar ok tók sér bústað i ey einni;