Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 71
Skirnir] Ynglingar. 63
þar heitir nú Oðinsey i Fjóni«. — — — *En er Oðínn
spurði, at góðir landkostir váru austr at Gylfa (konungi í
Svíariki), fór hann þannokt. — — — >Oðinn tók sér bií-
stað við Löginn, þar sem nú eru kallaðar fornu Sigtúnir.
Hann gaf bústaði hofgoðunum; Njgrðr bjó í Nóatunum, en
Freyr at Uppsölumc. — — — >ÞA er Asa-Oðinn kom á
Norðrlönd ok með honum díar, er þat sagt með sannend-
um, at þeir hófu ok kendu iþróttir þœr, er menn hafa lengi
siðan með fariti. — — — *Allar þessar íþróttir kendi
hann með rúnum ok Ijóðum« o. s. frv., sbr. Hávamál:
»Rúnar mont finna
ok ráþna stafe,
es fáþe fimbolþulr,
Oþen meþ ásom< . . . o. s. frv.
Er nú nokkur fótur fyrir þessu?
Próf. Oscar Mo.itelius hefir nýlega sagt1) viðvíkjandi
þessu: »Alt það, sem menn með rannsóknum síðuatu
mannsaldrana hafa komist að raun um viðvíkjandi hag
og háttum Norðurlanda á þeim tímum, sem hjer er um
að ræða, kemur á merkilegan hátt heim við þessar frá-
sagnir, nema hvað þess ber þó eðlilega að gæta, að Oðinn
var guð, sem Svíar dýrkuðu, en ekki einn af konung-
um þeirra*.
Gotar höfðu farið frá Svíþjóð yfir hjeruðin fram
með Weichselfljótinu suður um lönd, og á þessum tímum,
sem Snorri talar um, elzta keisaratímabilinu rómverska,
bjuggu þeir sunnantil á Rússlandi alt austur að Don, sem
einmitt þá var talin skilja heimsþriðjungana Asíu og
Evrópu, eins og Snorri segir.
A Krímskaga og víðar á Suður-Rússlandi, milli
Dnjepur og Donar, hafa fundist í fornum gröfum, einkum
frá því um 200 e. Kr., margar minjar eftir Gota þá, er
þar bjuggu um það leyti. — Leifar af þessum Krímgot-
um hafa fyrst um 1800 horfið sem sjerstakur þjóð-
flokkur.
‘) Nordisk Tidsskrift 1918, bls. 236.