Skírnir - 01.01.1921, Side 72
■64
Ynglingar.
[Skírnir
Þegar Húnar brutust inn í Evrópu árið 375 og hinir
tuiklu þjóðflutningar hófust, fundu þeir fyrir Gota fyrir
vestan Don, en löngu áður en svo langt er komið sög-
unni hafa Æsir farið norður á bóginn, snúið heimávið
aftur til sinna fornu heimkynna, og hefir nú fornfræðing-
um tekist að rekja slóð þeirra Þeir hafa sýnilega farið
um Þýzkaland til Danmerkur og Svíþjóðar, einmitt þá
sömu leið, sem Snorri talar um. Stóð þetta ferðalag lengi
yfir og hefir Bernbard Salin fornminjavörður sýnt fram
á, að ófriður sá, sem minjar hafa eftir fundist á Jótlandi
austanverðu og Fjóni, frá 3. og 4. öld, hafi staðið í sam-
bandi við það.* 1). Ennfremur hefir hann fært fram hin-
gildu rök, er fyrir því eru fengin gegnum fornfræðirann-
sóknirnar, að frásagnirnar um dýrkun Oðins, sem settar
eru í samband við þessa komu Ása til Norðurlanda, sjeu
sannleikanum samkvæmar.
Þá hefir og hið sama sannast um upphaf rúnanna á
Norðurlöndum. Hefir einkum próf. Otto von Friesen með
nýjustu rannsóknum sínum sýnt fram á, að það voru Gotar
þessir, er bjuggu í nágrenni við riki Kómverja og höfðu
því vitanlega stöðugt samband við hinar fornu menningar-
þjóðir, sem fyrstir hafa búið til rúnirnar. Hafa þeir eink-
um sniðið þær eftir stafrófi Grikkja, en gert stafina beina
og greinar allar á þeim, liklega til þess, að hægara yrði
að rista þær á trje. Sýnir hann, að þetta hefir átt sjer
stað það snemma, að rúnirnar hafi vel mátt flytjast frá
Rússlandi til Norðurlanda með Oðni og Ásum í þessu framan-
greinda ferðalagi á 2. öldinni; og víst verður þeirra vart
á fornminjum þeim, er áður var sagt, að fundist hefðu í
Danmörku og stöfuðu frá óeirðunum útaf þessari innrás
Ása. — Hlutirnir sýna sig. Sjón er sögu ríkari.
í janúar 1921.
Matthías Þórðarson.
‘) B Salin, Heimskringlas tradition om asarnes invandring,
i Studier tilldgnade Oscar Montelius 1903 af larjungar, Stockholm,
1903, bls. 133. — Sami, Die altgermanische Thierornamentik, Stock-
holm, 1904, bls. 41. — Tilvitn. eftir Montelias.