Skírnir - 01.01.1921, Síða 73
Rauða kýrin.
Eftir Theódóru Thóroddsen.
»Það var einu sinui umkomulaus drengur, hann lang-
aði til að efna3t, eiga peninga, jarðir og kvikfje, vera
ríkur. — Hann vann baki brotnu, var sparneytinn, reyndi
með sjeðleika að afla sjer fjár, og horfði ekki í að stela,
vissi hann sig óhultan fyrir landslögum og dómi. — Þegar
hann var orðinn fulltíða maður mátti hann ríkan kalla
— og þá hætti j e g alveg.«
Þetta var haft eftir Brandi á Hólmi. Hann sagði það
ekki nema hann væri hýr af víni, sem ekki var þó að
jafnaði. Þess utan var hann sagnafár, hafði sjaldan orð á
öðru en því, er að búskapnum laut og ekki varð komist
hjá að tala um við hjúin, eða hann atyrti Kristínu konu
sína fyrir eyðsluna. Kristín var jafn ör á fje sem Brand-
ur var sínkur, vildi hún helzt bæta úr þörfum allra, sem bágt
áttu, en bóndi hennar sá svo um, að hún hafði ekki af
miklu að miðla. Honum fanst hver eiga að búa að sínu.
»Jeg get ekki gefið, jeg er svo nízkur! það getur eng-
inn gefið nema guð, það sjer ekki á efnunum hjá honum,
þótt hann gefi,« sagði Brandur, því fjarri var það honum,
að hafa á sjer yfirskin góðgerðasemi, eða kæra sig um að
vera álitinn betri en hann var. Var og meira orð gert
á svíðingshætti hans og harðdrægni, en mannkostum, og
þó vissi jeg af mætum mönnum, er sögðu að margt hefði
verið vel um Brand.
Ein af mörgum sögum um harðlyndi Brands er sú,
er hjer segir:
5