Skírnir - 01.01.1921, Qupperneq 75
Skirnir]
Rauöa kýrin.
67
i þvi trausti, að hann gerði hana eigi afturreka, er hún
væri komin. Tóku tveir fundarmenn það að sjar, að ann-
38t um flutninginn.
Daginn eftir var hreinviðri, en stinnings kaldi á norð-
an og ákaflega frosthart. Að líðandi hádegi sá heimafólkið
á Hólmi, að tveir menn komu gangandi neðan móana, sem
lágu að túninu, og leiddu kú á milli sín. Hafði einhver orð
á því, að kalt væri að leiða kýr í slíku veðri.
Brandur sat á rúmi sinu og fljettaði reipi, og raulaði
eitthvað fyrir munni sjer, sem vandi hans var, er hann
var að dundurs-verki. En er hann heyrði um mannaförina
brá honum svo, að hann lagði frá sjer fljettuna og skund-
aði til dyra. Kendi hann brátt, að þar fóru tveir fundar-
manna, með kúna í Dal. Kýrin var ung og fönguleg, í
góðum holdum, hún var rauð á lit með kolóttar granir
og ákaflega stórhyrnd.
Ekki horfði Brandur lengi á þá fjelaga. Hann keyrði
bæjarhurðina skyndilega i lás og renndi fyrir lokunni,
gekk síðan til baðstofu og tók öllum vara fyrir því að
ganga til dyra, þótt barið væri.
Kriftín húsfreyja hafði i kyrþey gefið gætur að at-
höfnum bónda síns. Grunaði hana hvað i efni væri, því
Brandur hafði haft orð á því, er hann kom síðast frá
kirkjunni, að nú ætti að fara að níðast á sjer með hey
handa horbeljum. Bað hún Brand, að víkjast nú vel við
og taka við kúnni. En slíkt var ekki að nefna, og svo
vön var Kristíu orðiu múlnum, að hún sá sjer ekki fært
að halda málinu til streitu.
En það er frá komumönnum að segja, að þeir komu
að öllum dyrum lokuðum og ekki var til dyra gengið, þótt
þeir berðu. Tók þá annar það til bragðs, að hann kieif
upp á baðstofuna og lagðist ofan að gluggaholunni, er
hann vissi að var yfir rúmi Brands, og kallaði svo hátt
að vel máttu allir heyra, er inni voru: »Við Jón á Leiti
erum komnir með kúna frá Dal. Höfum við einsett okkur
að skilja hana hjer eftir, og skalt þú hvers manns níð-
6*