Skírnir - 01.01.1921, Síða 77
Skirnir]
Rauða kýrin.
69
aður Brandur r í k i. Kristín kona hans dó á sextugsaldri,
var hún öllum harmdauði, er hana þektu. Gerði Brand-
ur útför hennar virðulega, þvi hann hafði það til, að
vera rausnarlegur stöku sinnum.
Eftir fráfall hennar brá Brandur búi, og var uppfrá því í
húsmensku hjá einum sona sinna, er tekið hafði við jörðinni.
Þegar Brandur var um sjötugt tók hann krankleika
nokkurn. Ekki vildi hann að læknis væri til sín vitjað,
kvað það óþarfa tilkostnað, því að einu myndi draga um
sití ráð. Bar hann veikindi sín með karlmensku og still-
ingu, hafði hann jafnan verið fámáll og æðrulaus.
Elnaði honum sóttin og sótti mjög á hann hitaveiki
ineð óráði. En það þótti þeim, er stunduðu hann í legunni
furðu kynlegt, að ávalt er óráðið kom á hann, bandaði
hann frá sjer með höndunum, sem hann vildi verjast
ásókn, og sagði þá um leið, og var skelfingarhreimur í
röddinni: »Rauða kýrin! rauða kýrin!«
Ur þessum veikindum ljezt Brandur riki á Hólmi.
Yí s u r.
Jón Einarssou rektor (d. 1707) um Sigurð Björnsson,
þá hann sagði af sjer lögmannsdæmið (1705):
Búð var hjer, en bar er sú,
bezt sem þótti roðin.
Hjer var maður, en hvar er hann nú?
Hvort eru dauð öll goðin?
Sigurður Pálsson kvað, þá hann reið frá greftri son-
ar sín8:
Saman kemur hrygðin hrum,
hrimult stundum af jeg þrym.
Gamans þó að glansi br.um,
glymur undir sorgarbrim.
Sigurður Pálsson er fæddur rjett fyrir 1648, lögrjettu-
rnaður í Skógarnesi, kallaður »skáld og vitur maður«.
Ljest 1720.