Skírnir - 01.01.1921, Síða 78
Um hreinlæti.
Eftir Guðmund Hannesson.
Ef trúa mætti því, sem kent er í fjölda af al-
hreinketið* þýðlegum bókum og ritlingum um hreinlæti,
þá yrðum vjer Islendingar ekki ellidauðir.
Vjer dræpumst hrönnum saman úr óþrifnaði. Það má
heita, að flest alþýða þvoi sjer aldrei um allan líkamann
frá vöggunni til grafarinnar, vjer burstum ekki tönnurnar,
og skolum ekki munn og kok, sköfum sjaldan skítinn und-
an nöglunum, fylgjum yfirleitt fæstum lireinlætissiðum
flestir hverjir — og þó lifum vjer nú orðið engu skemur
en aðrir, erum jafnvel að verða ein af langlífustu þjóð-
um heimsins. Þó þetta sjeu engin meðmæli með óþrifn-
aðinum, — þvi hann er öllum til ills —, þá sýnir það
ótvírætt, að það þarf magnaðan óþrifnað til þess, að menn
geti ekki haldið lífl og sæmilegri heilsu. Eigi að síður er
það engum vafa undirorpið, að alt skynsarrilegt hreinlæti
hefir góð áhrif á alla heilsu manna og líðun.
En það þarf áreiðanlega ekki, að gylla hrein-
^hrei'nlætið^ °° me^ Þvb úeilsan spillist,
ef út af þeim sje brugðið. Ósjálfrátt býður
flestum við mjög óhreinlátum mönnum, t. d. þeim, sem
mora í lús og hverskonar óþrifnaði. Það er vaxandi
menning, setn hefir komið þessari ósjálfráðu tilfinningu
inn hjá öllum þorra manna og veldur því, að mjög óhrein-
látir menn þykja ekki í húsum hæfir. Ög þessi tilfinning
eykst, samfara menningunni, með ómótstæðilegu afli. A.Ú
lokum þykja engir sæmilegir menn, sem ekki eru katt-
þrifnir, engin húsakynni boðleg nema þau sjeu tárhrein