Skírnir - 01.01.1921, Síða 79
Skírnir]
Um kreinlæti.
71
og loftgóð, hvort sern þau eru ríkmannleg eða ekki. Svip-
^ð má segja um fjölda annara hluta!
Flestir munu vera sammála um þetta, en sumir kynnu
að spyrja, hvort margt af þessum menningarsiðum sjeu
virkilegar framfarir, hvort mikið af slíku nostri og hót-
íyndni sje ekki öllu fremur ill tíska og tímaeyðsla en
veruleg nauðsyn. Það mun óhætt mega svara því, að
þessi hlið menningarinnar sje ótvírætt góð og holl, þó
ýmis óþarfi slæðist með. Annars er óþarft að gera sjer
tniklar áhyggjur út úr því, að hvaða landi aðalstraumar
nienningarinnar beri, því þeir eru náttúruöfl, sem enginn
ræður við, runnir frá insta eðli manna, sem vjer ekki
getum flúið frá eða breytt!
Það er engin smáræðis breyting, sem orðið hefir hjá
OSS í þessa átt á síðasta mannsaldrinum. Jeg man
eftir moldargólfinu í baðstofum, úmburgólfum, sem voru
tnokuð (með grasajárninu!) á stórhátíðum og tyllidögum,
og að það þóttu býsn mikil, er tekið var að þvo baðstofu-
gólf í hverri viku. Gamall Eyfirðingur mundi svo langt,
að það þótti óþolandi tepruskapur hjá ungu stúlkunum, að
þær mokuðu flórinn með hrossherðarblaði, í stað þess að
gera það með höndunum! Nú þykjast ungu stúlkurn-
ar upp úr því vaxnar, að gera fjósverk og mjólka kýr,
og má á því sjá, hvernig alt getur farið út í öfgar og fá-
sinnú. En þrátt fyrir stórstigar framfarir í menningar-
áttina erum vjer þó ekki komnir hálfa leið. —
Það, sem aðallega kemur til greina, er ræða skal um
hreinlæti, er að halda líkama sínum hreinum, fötum og
húsum, að öll matarmeðferð sje hreinleg og hversu best
tnegi losna við sorp og saur og hverskonar úrgang. Verð-
ur hjer reynt til að drepa stuttlega á hið helsta, sem lýt-
ur að þremur fyrstu atriðum.
Það er fljótt sagt, að þeir heilsufræðingar, sem
^vottur lenSst tara’ líretÍast Þe88 a& allur líkaminn sje
þveginn daglega (þvottur, steypiböð, laug), en
höndur og andlit kvölds og morguns, höndur á undan
hverri máltíð, og þar að auki í hvert sinn sem menn hafa