Skírnir - 01.01.1921, Síða 80
72
Um hreinlæti.
[Skírnir
gengið örna sinna eða snert á einhverju óhreinu. Marg-
ar ástæður færa menn fyrir þessu: Á hörundinu lifir
ótrúlegur fjöldi af bakteríum, að meðaltali 40,000 á fer-
sentimetra eða fingurgómsstærð, og ekki allar ósaknæmar.
Við daglegan þvott eða böð fækkar þessu hyski stórlega,
ekki sist ef sápa er notuð til ínuna. Þá eru óteljandi kirtla-
op á hörundinu, sem sviti og húðfita vellur út úr. Segja
sumir, að opin stiflist og hörundið geti ekki starfað nema
húðinni sje haldið vel hreinni, en allir vita að sviti veld-
ur ódaun af hörundinu, ef hann þornar upp og liggur á
því. Þá er að lokum sagt, að i svitanum og hörunds-
útferðinni sjeu skaðvæn efni, sem eitri líkamann, ef þau
sjeu byrgð inni. Þessar eða þvílíkar eru röksemdirnar,
en hvað er svo satt í þessum kenningum öllum?
Það getur hver heilvita maður sjeð, að þær hrein-
lætisreglur, sem fyr eru taldar henta ekki öðrum, en
þeim, sem annaðhvort ganga iðjulausir eða að minsta
kosti ekki vinna hverskonar erfiðisvinnu. Hvernig á
erfiðismaðurinn, sem fær mat sinn sendan þangað sem
hann er við vinnu sína, að þvo sjer ætíð um hendurnar
á undan hverri máltíð, þó ekki sje talað um önnur tæki-
færi? Þá er annað atriði nokkurnveginn augljóst: Það
eru engir menn svo skítugir, að þeir geti ekki svitnað
— ef þeir reyna á sig! Það er áreiðanlega engin hætta
á því, að kirtlaopin stíflist af óhreinindum, hvorki á
mönnum nje dýrum. Þá mun það sanni næst, að yfir-
leitt eru bakteríurnar meinlausar, þó ekki sje ætíð svo.
Hættan er lítil, sem af þeim stafar, — fyrir flesta menn
Eiturefnin í hörundsútferðinni eru að mestu eða öllu hugar-
burður einn. Daglega reynslan sýnir það líka ótvírætt,
að allur þorri manna lifir við góða heilsu langa æfi, þó
hann brjóti daglega öll þessi hreinlætisboðorð.
Og þó fara þau í rjetta átt! Að svo miklu leyti sem
störf manns og kringumstæður leyfa, er síst að lasta þó
eftir þeim sje farið. Fæstir geta það nema að nokkru
leyti. En hvað er það þá, sem ætlast má til í þessa átt
af öllum þorra manna?