Skírnir - 01.01.1921, Page 81
Sklrnir]
TJm hreinlæti.
7»
Fæstum mun blandast hugur um það, að rjett sje að
þvo sjer um hendur og andlit, er maður kemur óhreinn
heim frá vinnu sinni. Því þá? Jeg hef þekt rnarga
menn, sem vanræktu þetta og voru þó mestu heilsu-
skrokkar og varla gróf í fingri á. Að vísu geta óhrein-
indin valdið sjúkdómum, en hitt er þó aðalatriðið, að það
er viðbjóður að ganga að óþörfu með óhreinar hendur og
fara þannig í rúmið að kvöldinu. Alt verður óhreint, sem
á er tekið og rúmfötin ekki sizt. Á þennan hátt verður
flest hreinlæti á heimilinu dauðadæmt. Að þvo sjer um
hendur og andlit að morgni dags er auðvitað ekki jafn-
sjálfsagt, sizt fyrir þá sem tafarlaust verða aftur óhreinir
við vinnu sina, en þó er þetta góður siður, sem enginn
víkur frá, sem eitt sinn hefir vanist honum
Þegar rætt er um að halda höndum hreinum má ekki
gleyma því, að óhreinindi undir nöglunum eru bæði við-
bjóðsleg og hættuleg. I naglgrópinu, framan undir nögl-
inni, safnast saman ógrynni af sóttkveikjum og þesskonar
óþverra, og er þvi sjálfsagt að skafa slík óhreinindi vand-
lega burtu með naglasköfu, hnífsoddi eða þvílíku í hveit
sinn sem hendurnar eru þvegnar. Svartar rendur undir
öllum nöglum er órækt menningarleysismerki á manni,
sem ekki er við vinnu og þykist að öðru leyti hreinn.
Annar líkamshluti er það sem mikil óhreinindi sækja
á: fæturnir. Það eru víst fæstir, sem sýna þeim sama
sóma og höndunum. Það ber nefnilega miuna á óhrein-
indunum þar! Þó má hiklaust telja það góða og gilda
reglu, að þvo ætíð fæturna að kvöldi dags, ef þeir eru
óhreinir. Auk annara óhreininda sækir mikill sviti á
fætur, svo ekki veitir af að halda þeim hreinum. Sjer-
staklega þurfa þeir þess, sem fótasviti ogtámeyra
sækir á. Er þetta einskonar óþrifalegur kvilli, sem ódaunn
mikill fylgir og stundum fleiður milli tánna. Ef vel á að
vera þurfa þeir að þvo sjer fætur á hverju kvöldi og skifta
daglega um sokka raeðan þessi kvilli helst. Jafnframt er
það oftast nauðsynlegt að nota lyf t. d. 5 % vatnsblöndu
af formalíni, sem borin er daglega á iljarnar og milli