Skírnir - 01.01.1921, Side 82
74
Um hreinlæti.
[Skírnir
tánna, meðan svitinn helst (þó ekki þar sem fleiðrin eru),
á hreina og þurra fæturna. öllu betri er þó 5—10%
blanda af formlíni og spiritus, sem notað er á sama hátt.
Lyf þessi má fá hjá hverjum lækni. Svipaða meðferð
má og nota við handasvita (lófar). Hann veldur margs-
konar óþægindum, meðal annars köldum höndum.
Þá er þriðji staðurinn litlu betri, sem fæstir hugsa
um: hárið! I það sezt hverskonar ryk og óþverri, að
svo miklu leyti, sem höfuðfatið hlífir ekki, og gengur treg-
lega úr því. Kollhetta er ágætt hlífðarfat fyrir kvenmenn,
en karlmönnum er það bezt. að klippa sig suöggt, því þá
er mun auðveldara, að halda hárinu hreinu Sje hárið
suoðklipt er sjálfsagt, að þvo höfuðið sæmilega um leið
og andlitið, en kvenmönnum veitir eKki af því, að þvo
hár sitt á hálfs mánaðarfresti ef því skal halda sæmilega
hreinu.
Sjerstaklega er þeim nauðsynlegt að hirða hár sitt
vel, sem hafa f) ö s u i hári, en hún er mjög algengur
kvilli og gerir menn sköllótta fyr eða síðar. Með hrein-
læti og nokkurri lyfjabrúkun til langframa má halda flös-
unni í skefjum, svo hennar verði ekki vart og hárið
haldist, en það þekkjast tæplega nokkur ráð til þess, að
útrýma henni til fulls og alls. Er rjettast að snúa sjer
til læknis í þessum efnum. Til höfuðþvottar skaL ætíð
nota snarpheitt vatn og sápu (sápuspiritus góður). Verði
hárið þurt og þyrkið við þvottinn má bera í það lítið
■eitt af oliu.
En livað skal þá segja um hörundið innan klæða?
Það er oftast hreint á þeim sem ganga í ullarnærföt-
um Svitann drekka þau i sig, grófa íslenzka ullin nýr
óhreinindin af því og svo ganga þau út í uærfötin Hör-
undið er að vísu þvalt af húðfitu, ef hún er ekki þvegin
burt með sápu, en hana má frekar telja gagnlega en skað-
lega. Hún er blátt áfram náttúrleg vörn fyrir hörundið,
jafnt á mönnum og dýrum Það er því tæpast nauðsyn-
legt fyrir þá, sem eru við þrifalega vinuu, að þvo allan
iíkamann daglega. Fötin halda honum hreinum. öðru