Skírnir - 01.01.1921, Síða 86
78
Um hreinlæti.
[Skírnir
ánokkruskipi, sem siglir með íslenzkan
f á n a. Lú8in er sjúkdómur eins og geitur og kláði og
hver sem vill getur losnað við hana.
Ekki er þó hlaupið að þessu. Lúsin eykur kyn sitt
með feikna hraða, því hver kvenlús verpir 50—80 eggjum
(nit), sem ungast út á viku eða hálfum mánuði, en ung-
arnir eru svo aftur fullvaxnir eftir 2—3 vikur og taka
þá til að verpa. Við þessa geysilegu fjölgun bætist svo
það, að lúsin og egg bennar eru rnjög seiglíf. Sult þolir
lúsin að vísu ekki lengur en viku tíma, en á honum kann
hún að hafa verpt Þá bætist við alt að fullum hálfum
mánuði áður en nitin ungast út og eru þá komnar fullar
3 vikur, en síðan þolir unginn nálega viku sult eftir að
hann skríður úr eggi. Lúsug föt þurfa því að hanga hjer
um bil 30 daga áður víst sje að öll lús sje dauð Sjer-
staklega kemur sjer vel að geta hreinsað loðföt, sem ekki
þola þvott eða suðu á þennan hátt. Hita þolir lúsin furðu
vel. í sjóðandi vatnsgufu lifir hún alt að 5 mínútum og:
ekki er treystandi skemri tíma en 15 minútum, er þvott-
ur er soðinn, til þess að vera viss um að iúsin drepist,
Frost er sagt að hún þoli illa, en ekki er mjer kunnugt
um hve örugt það er, eða hvort nitin drepst. Nú hlifast
menn við að sjóða ullarnærföt og er því erfitt að hreinsa
þau. örugt er það talið, ef írök föt eru járndregin með
þungu brennheitu »pressujárni«. — Þá er eitt, sem ekki
má gleyma: Ef lús skal útrýma á heimili þá má eng-
inn heimilismaður undan sleppa. Annars
brýst lúsafaraldrið út á ný og srnitar alla.
Allar góðar húsmæður vilja fegnar losna við lúsina
á heimilum sinum. En hvernig á að fara að því? Það
er að vísu mögulegt að útrýma allri lúsinni í einni at-
rennu svo að segja, en svo mikið vandhæfi er á því, að
því skal ekki lýst hjer. Einfaldast er, hvað fatalús snertirr
að láta alt heimilisfólk skifta fötum á viku fresti, og
einnig rúmfötum (rekkjuvoðum og koddaverum), þangað
til lúsin er með öllu horfin. Fötin skulu síðar
soðin l/4 klst. Hún þolir ekki slíkt hreinlæti til lengdar.