Skírnir - 01.01.1921, Page 87
Skirnir]
Um hreinlæti.
79'
Höfuðlús má einfaldlega losna við með þvi að bera stein-
olíu í hárið, svo að alt hárið og höfuðsvörðurinn verði
þvalt af olíu. Þetta skulu allir heimilismenn gera í senn
að kvöldi dags. Yíir hárið er svo bundin kollhetta, og
sofið með hana um nóttina. Að morgni er hárið þvegið
ór heitu vatni og grænsápu. Vissara er að gera þetta-
2—3var með viku millibili, enda er fyrirhöfnin litil. Við
Qit í hári, sem oft er fyrir löngu dauð, er erfitt að losna.
Hún loðir svo fast við hárið. Reyna má að bleyta það í
heitu ediki, láta það sitja í hárinu 'h—l klst. og þvo
það síðan úr sápuvatni. Edikið á að losa nitina. — Flat-
lús er auðvelt að lækna með kvikasilfursmyrsli (»lúsa-
salve«), sem núið er inn í hörundið 2—3 kvöld, þar sem
lúsarinnar verður vart. Síðan er hörundið þvegið með
sápu og heitu vatni.
Það væri hægur galdur fvrir oss íslendinga, að út-
rýma allri lús úr landinu. Ef þetta tækist svikalaust,
mætti það vel gera oss heimsfræga, því þetta hefir orðið
' undandrætti, jafnvel hjá beztu menningarþjóðunum. Kröf-
ur nútímarnenningar má glögglega sjá á litlu dæmi: Is-
lendingur rjeðist fyrir nokkru á þýzkt skip. Það komst
fljótlega upp, að lús var á honurn. Mantiinum var
óðara vísað af skipinu. Það þótti ótækt að hafa
þar mann með svo viðbjóðslegan sjúkdóm. Ef vjer hefð-
um þennan hugsunarhátt, væri lúsin horfin úr öllu land-
inu á rúmum mánaðartíma. Og slíkur hugsunarhátfur er
ómótstæðileg meuningarkrafa, hvað sem hver segir.
T Tannáta og tannpína eru nú orðin svo al-
ennur gengir kvillar, að til vandræða horfir Fyr
kvað áreiðanlega miklu minna að þeim, og
skárstar tennur hefir sveitafólkið, sem lifir að mestu eftir
gömlum hætti. Hvað veldur þessu og hvað skal við þenn-
an ófögnuð gera? Tannsjúkdómarnir eru i raun réttri
miklu hættulegri en almenningur gerir sjer hugmynd um.
í skemdum tönnum lifir ætíð fjöldi af sýklum (bak-
teríum), og valda þeir að miklu leyti skemdunum. Þá
vilja ætíð matarleyfar, sem sitja milli tanna eftir máltíð,